Andvari - 01.01.2006, Page 165
ANDVARI
GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR
163
Að lokum fellir Þorsteinn Gíslason þennan palladóm um Hannes:
Hann var forvígismaður íslensku þjóðarinnar, meira metinn en nokkur annar, og var meir
og meir að ná almennri tiltrú og vinsældum, án tillits til flokkaskiftingar og einstakra
deilumála. ... En mjög var hann einkendur, hvar sem hann fór, merki hans var glæsilegt
og bar jafnan hátt, því hann var fæddur foringi. Auk þess, hve gervilegur maður hann var
og glæsilegur í framgöngu, var hann hinn skemmtilegasti í viðkynningu og laðaði menn
mjög að sjer með allri framkomu sinni. Starfsmaður var hann mikill, þegar hann hafði
áhugamálum að sinna, og var þá fylginn sjer og áhugamikill. En hins vegar var hann
hneigður til glaðværðar og nautna og var ör á fje hvort sem var til gagns eða gleði.21
Þorsteinn lýsir Hannesi sem þjóðarleiðtoga frekar en flokksleiðtoga og tekur
þar með fyrsta skrefið í þá átt að hefja Hannes upp á þann stall þar sem hann
hefur löngum dvalið síðar. í ritgerð hans má sjá ýmis leiðarminni í lýsingu
Hannesar, einkum glæsimennsku hans. En almennt er hún hófstillt og furðu
nálæg nýju ævisögunni að því leyti. Lagði Þorsteinn því góðan grunn að
innihaldsríkri og hófstilltri sagnaritun um Hannes.
En fljótlega tóku skrif um Hannes að gerast hástemmd og hefur lofið jafnvel
spillt fyrir Hannesi meðal seinni tíma manna. Ein orsök er vitaskuld mikil
hrifning á Hannesi í lifanda lífi. Þegar samtíðarmenn rita um Hannes er útliti
hans alltaf lýst af hrifningu sem verður að teljast óvenjuleg meðal Islendinga.
Einn segir: „Maðurinn var líka stórmyndarlegur og fallegur. Hann bar það með
sér að hann var foringi".22 Annar talar um „frítt og karlmannlegt andlit hans“.23
Iðulega er vitnað til lýsingar Björns M. Ólsens (1850-1919) á Hannesi ungum:
Mjer stendur hann altaf síðan fyrir hugskotssjónum eins og hann var þá, fullur af
æskufjöri, hár vexti, þrekinn um herðar eftir aldri og miðmjór, fremur fölleitur á hörunds-
lit, dökkur á brún og brá, augun snör, en svipurinn þó hreinn og heiður, ekki sprottin
grön, andlitið frítt og reglulegt, eins og það væri mótað eftir rómverskum fegurðar-
lögum. Jeg horfði á eftir honum, þegar hann fór á stað. Hann reið skjóttum klárhesti
viljugum og sat á honum eins og hann væri gróinn við hestinn. Þá man jeg eftir, að mjer
datt í hug: Hjer er mannsefni, ef honum endist líf og heilsa.24
Einnig þessara orða Einars H. Kvaran (1859-1938) sem í æsku ritstýrði Verð-
andi ásamt Hannesi:
Hann var fríðastur sýnum, gervilegastur og glæsilegastur íslendingur, sem við höfðum
sjeð. Hann var, eins og Snorri Sturluson kveður að orði um Olaf Tryggvason, »allra
manna glaðastur«. Hann virtist fæddur til þess að verða gæfumaður.25
Einar segir líka um Hannes:
Mér er óhætt að fullyrða, að Hannes Hafstein hafi verið í hópi allra-glæsilegustu ung-
menna, sem nokkuru sinni hafa lokið prófi við nokkurn skóla hér á landi. Þar fór með