Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 168

Andvari - 01.01.2006, Síða 168
166 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI mikla og viðkvæma skapsmuni, sem leyndust bak við fyrirmannlegt ógeð á taumleysi og ofsa. Rómurinn var engum öðrum líkur, dimmur, djúpsóttur, hreimfagur, skapaður til að flytja ljóð, alvörumál eða hátíðaræðu, með hægum þunga. Hver sem man þessa rödd, heyrir hana í öllum kvæðum Hannesar Hafsteins, og öllu sem hann hefur skrifað. Hin blágráu augu lágu djúpt, skin þeirra var sterkt, tillitið fast, oftast milt. Það sópaði að hinum stórvaxna manni hvar sem hann fór, og þó var framganga hans fullkomlega látlaus; náttúrlega tíguleg, eins og konungs, og einna helzt í góðu og stóru landi. Hann var oft sagður konunglegur, líka áður en menn renndu grun í hver upphefð átti fyrir honum að liggja.34 Nútímalesanda fallast hendur enda lýsingin stíluð á dygga aðdáendur Hann- esar og erfitt að finna hliðstæður í nútímanum. Það væru þá helst risastór veggspjöld af poppstjörnum úr táningablöðum. Þó að saga Kristjáns sé almennt vel skrifuð, skemmtileg og hressileg er ekki að búast við hlutlægri sögu eftir slíka ástarjátningu. Og það gengur eftir, Hannes Hafstein og Heimastjórnarflokkurinn reynast alltaf hafa rétt fyrir sér í sögu Kristjáns en viðhorf annarra og málflutningur fá einkunnarorð eins og „glórulaust blaður“.35 Ahugavert er hversu lítt Kristján virðist taka eftir eigin hlutdrægni. Hann kynnir sig strax í upphafi sem handhafa sannleikans og réttrar hugsunar.36 Og þegar kemur að umræðu um höfundarafstöðuna í öðru bindi verksins hefur hann þetta að segja: „Ég hef gert mér far um óhlut- drægni. Þó munu menn spyrja hvers vegna tæpast sé blettur né hrukka á fram- ferði Hannesar Hafsteins, en andstæðingum hans hinsvegar sitthvað til lýta lagt. Það er einfaldlega af því, að þannig var saga Hannesar Hafsteins, á þessu árabili - og þannig andstæðinga hans. Þannig var saga þessa tíma.“37 Þeir sem lesa söguna nú sjá hins vegar óhjákvæmilega hlutdrægni í hverju horni og næsta auðvelt hefur reynst að túlka söguna á annan veg og sanngjarnari fyrir andstæðinga Hannesar. Þriðja bindi sögunnar hefst á sviðsetningu ekki ósvipaðri þeim sem Guðjón Friðriksson hefur síðar beitt í sínum sögum. Eins og glöggt má sjá á mynd- um varð Hannes Hafstein mjög feitur á miðjum aldri, eins og títt var um fyrirmenni í upphafi 20. aldar: „En hann ber sinn mikla vöxt manna bezt, er beinn, léttur og þrekmikill í hreyfingum. ... Hann gengur oftast hægt og virðulega, nýtur veðurs og þess sem fyrir augun ber, með hljóðlátum alvöru- svip.“38 Síðan segir Kristján frá því sem í sögu hans heitir jafnan árásir, lygar, rógur, nídangurslegar árásir og svívirðingar um Hannes. Aðdáun hans sjálfs kallar hins vegar á frekari útrás: Menn af öllum flokkum heillast af persónu Hannesar Hafsteins, hinum fallega, sterka, ljúfa og drengilega manni ... hann er í verki sínu og allri framgöngu ... maður djúpra vitsmuna og ríkra sálarkrafta ... hann er maður raunhæfra umbóta, stendur föstum fótum í veruleikanum, hafinn yfir sýndarmennsku, hégóma og tildur, vitur löggjafi, mikill stjórnandi, en jafnframt skáldið á veldisstalli, í öllu sínu fari líkt og af öðrum heimi en allir hinir, sem berjast um málefni og völd.39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.