Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 169

Andvari - 01.01.2006, Side 169
ANDVARI GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR 167 Hannes Kristjáns Albertssonar er varla af þessum heimi. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér og andstæðingar hans eru öfundsjúkir lygarar, skapofsamenn eða kjánar. Hannes er á hinn bóginn konunglegur, höfðingi, fallegur, sterkur, ljúf- ur, drengilegur, djúpvitur, umbótasinnaður, í góðu sambandi við veruleikann, laus við sýndarmennsku og hégóma. Og umfram allt karlmannlegur. Það væri einfalt að afgreiða slík skrif með einhverju flissi, eins og oft hefur verið gert. En það er full ástæða að gefa gaum því ástandi sem skóp helgimyndina. Þó að þessi ævisaga Kristjáns Albertssonar hafi verið talsvert gagnrýnd á sínum tíma40 er hún grundvallarrit um Hannes sem full ástæða er til að taka alvarlega. En hún er stíluð um of á aðdáendaklúbb Hannesar Hafstein. Fyrir hina sem lítið þekkja til ráðherrans eða hafa efasemdir um ágæti hans virkar lofgjörðin fremur eins og veggur sem lokar Hannes inni með aðdáendum sínum en aðra lesendur úti. Það blasir hins vegar við að það hefur verið talsverður markaður fyrir aðdáunarskrif um Hannes Hafstein og upphafningu hans reyndist engan veg- inn lokið. Tveimur áratugum seinna ritar Sigurður A. Magnússon (f. 1928) um Hannes í riti um íslenska stjórnmálamenn sem hann ritstýrði sjálfur. Segist hann í formála hafa brýnt fyrir meðhöfundum sínum að reynt yrði að hafa umsagnirnar um stjórnmálaleiðtogana eins hlutlausar og lausar við boðun og kostur væri. í því ljósi er kátlegt að í grein hans sjálfs um Hannes er öll and- staða við leiðtogann afgreidd sem öfund og rógur, alveg eins og hjá Kristjáni: „Ég hygg að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi verið gæddur jafnfjöl- breytilegum og farsælum gáfum og Hannes Hafstein. Má fullyrða að hann væri heimsnafn hefði hann verið uppi með stærri þjóð. Samt hefur enginn stjórnmálamaður verið jafnherfilega rægður og affluttur af öfundarmönn- um sem flykktust að honum eins og hrægammar“. Helsta heimildin er enda Kristján Albertsson sem að sögn Sigurðar „bregður upp hrollvekjandi mynd af hringlandahætti, hentistefnu og hundsku þeirra valdasjúku manna sem sáu ofsjónum yfir framtaki og farsæld skáldmennisins sem fegurst hafði túlkað draumsýnir og framtíðarþrár í töfrandi ljóðum“. Og enn segir Sigurður: Þó Hannes áynni sér ást og virðingu nálega allra sem honum kynntust og reyndist farsæll og réttsýnn stjómandi, þá var öfundin svo rík og hömlulaus í brjóstum ýmissa pólitískra keppinauta að þeir gátu aldrei litið hann réttu auga eða unnt honum sannmælis .. ,41 Um Hannes sjálfan skrifar Sigurður A. Magnússon: Nokkrir þeir þættir sem telja má að prýði góðan stjómmálamann eru hugsjónaglóð og framsýni, skarpskyggni og lagni, þolgæða og skapfesta, persónutöfrar og fortölugáfa, málsnilld og sannfæringarhiti, hreinlyndi og víðsýni, sáttfýsi og umburðarlyndi, gætni og dirfska í réttum hlutföllum. Alla þessa eiginleika hafði Hannes Hafstein til að bera í ríkara mæli en títt er um stjómmálamenn, að viðbættri andagift, skáldgáfu, látleysi, skopskyni og höfðinglegu yfirbragði ...42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.