Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 172

Andvari - 01.01.2006, Side 172
170 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI rekur til dæmis ásakanir um hégómaskap og titlatog og tekur undir þær með rökum.51 Þá er hann fyrstur manna til að velta fyrir sér skrifum um glæsi- mennsku Hannesar og stendur hálfpartinn agndofa gagnvart hinni takmarka- lausu aðdáun. Hann velur að trúa þeim að mestu en hefur þó efasemdir um réttmæti þess að „gera einskonar hálfguð úr Hannesi Hafstein“.52 Það mætti kalla Þorstein hálfgerðan „íkonoklast“ almennt séð vegna þess hversu frjáls- leg og aðgengileg skrif hans um hina nýliðnu sögu voru - en um leið hafa þau örugglega gert fleiri lesendur en þann sem þetta ritar nánast ástfangna af heimastjórnartímabilinu. Þó að Þorsteinn Thorarsensen sé gagnrýninn á sumar gjörðir Hannesar Hafstein einkennist lýsing hans á fyrsta ráðherranum af velvild, samúð og skilningi. Þó tekur hann óvenju oft afstöðu með stjórnarandstæðingum miðað við aðra sagnaritara. Það helgast meðal annars af því að saga Hannesar er aðeins ein af mörgum sögum sem hann rekur. Hann fjallar líka um t.d. Björn í ísafold, Einar Benediktsson og Skúla Thoroddsen. Engum þeirra hlífir hann en fellur samt greinilega vel við þá alla og kannski er það þess vegna sem aldamótabálkur hans er ennþá hressandi lesning og vel til þess fallinn að vekja áhuga á heimastjórnartímabilinu. Þeir sem vildu minnast Hannesar Hafstein og heimastjórnartímabilsins árið 2004 hefðu kannski náð mestum árangri með því að halda skrifum Þorsteins vel á lofti. IV Af þessari yfirferð má glöggt sjá að brýn þörf var orðin fyrir ævisögu eins og þá sem Guðjón Friðriksson hefur nú ritað. Þó er rétt að geta þess að viðhorf Guðjóns til Hannesar eru um margt lík viðhorfum Þorsteins Thorarensens og Þorsteins Gíslasonar, fyrsta sagnaritara íslandsráðherrans. Allir eru þeir aðdáendur Hannesar en fara þó hófsömum orðum um hann og telja hann ekki alltaf hafa rétt fyrir sér. Ævisaga Guðjóns gengur þó nær Hannesi en Þorsteinn Gíslason gat leyft sér að gera, án þess þó að draga úr samúð lesenda með honum. En þó að greint sé frá skapgerðargöllum Hannesar og pólitískum mistökum kveikir hún jafnvel frekar samúð með honum en helgisögurnar. Gallarnir draga fram kosti stórmennisins fremur en hitt. Karlmennska er lykilorð í öllum skrifum um Hannes og andspænis slíku töfraorði stendur nútímalesandi svolítið vanmáttugur. Karlmennska Hannesar er nefnilega aldrei skilgreind nákvæmlega en hitt skín í gegn að hún er svo nátengd líkamlegu atgervi hans og útliti að það stappar nærri að Hannes verði eins og fegurðardrottning sem þrátt fyrir ýmsa aðra mannkosti er fyrst og fremst vegin og metin af útlitinu. Munurinn er sá að Hannes er fulltrúi hins karlmannlega en ekki hins kvenlega og það hefur ekki verið mjög til umræðu seinustu ár. I nútímanum eru karlmenn sem eru uppteknir af útlitinu kallaðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.