Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 175

Andvari - 01.01.2006, Page 175
ANDVARI GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR 173 vandaðar ævisögur Valtýs Guðmundssonar og Skúla Thoroddsens en vegna hetjusagnabragsins á ævisögu Kristjáns Albertssonar má segja að Hannes hafi í raun staðið höllum fæti.61 Ævisaga Kristjáns var bæði upphafin og hlutdræg og þess vegna vandmeðfarin í notkun en núna hefur Hannes Hafstein eignast ævisögu sem gefur sögum Valtýs og Skúla ekkert eftir að áreiðanleika en þar sem sagan er þó sögð frá sjónarhorni Hannesar. Ég elska þig stormur er fyrsta ævisaga Guðjóns í einu bindi, falleg bók og kápan með antikbrag sem sýnir okkur stöðu Guðjóns sem fulltrúa breyttra tíma. Núna er heimastjórnartíminn ekki lengur nálæg fortíð sem getur vakið geðshræringu heldur forn saga. Sagan er líka reykvísk, það sést á forsíðuhluta kápunnar þar sem Hannes starir á lesendur ögn tileygur og næstum sorg- mæddur en í bakgrunni grá og horfin Reykjavík. Hinum megin er stafli af myndum, kannski til að koma því á framfæri að saga er og verður brotakennd. Um leið er þetta sú saga Hannesar sem er auðugust af myndefni. Hannes er kjörið viðfangsefni fyrir nálgun Guðjóns sem er persónuleg og leggur áherslu á hinn mannlega þátt söguhetjunnar. Það gildir bæði um fyrsta og seinasta hluta sögunnar. Á bak við Hannes var ástríkur frændgarður en yfir honum hvíldi þó skuggi skapmikils og yfirþyrmandi föður sem var ekki fullkomlega heill á geði. Eins og margir aðrir Islendingar á þeim tíma þurfti hann líka að búa við nálægð dauðans. Hann missir ekki eina systur heldur margar, heittelskaða konu og börn og að lokum missir hann heilsuna aðeins hálfsextugur. Hér er Guðjón á heimavelli enda hefur honum jafnan tekist vel að virkja áhrifamátt fallsins. Lokakaflarnir jafngilda þriðja bindi sagna hans um Jónas frá Hriflu og Einar Benediktsson (þennan kafla vant- aði í sögu Jóns Sigurðssonar sem náði fyrir vikið aldrei að hrífa jafn mikið). Munurinn er sá að líf Hannesar fjarar hratt út og lokakaflinn er tíðindalaus, seinustu fimm árin fljúga hjá og allt í einu er Hannes dáinn og bókinni lýkur. Endirinn er svolítið snautlegur og sjálfsagt er það einmitt ætlun Guðjóns að sýna hin snögglegu endalok ævi stórmennisins í verki fremur en að setja á langar tölur. Almennt einkennist bókin af því að Guðjón kýs að sýna fremur en að segja. Þykir mér sú aðferð heppnast vel í þetta sinn og að mínu viti er saga Hannesar besta bók Guðjóns um langan aldur þó að vitaskuld megi deila um hvernig einstök mál eru afgreidd. Guðjón lætur lesendur gjarnan um að draga ályktanir og má auðvitað telja það bæði kost og galla. Hann minnist hvað eftir annað á talsverðan drykkjuskap Hannesar, án þess að beinlínis sé nokkru sinni sagt að hann hafi átt sinn þátt í hörmulegum endalokunum. Gengur hann þó lengra en fyrri sagnaritarar í að draga fram þennan þátt í lífi Hannesar og erfitt er að draga aðra ályktun af bókinni en að lifnaðarhættirnir hafi ekki orðið heilsu ráðherrans til framdráttar. Um leið leikur Guðjón sér svolítið með lykilorð úr fyrri sögum um Hannes þar sem „örgeðja gleðimað-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.