Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 177

Andvari - 01.01.2006, Side 177
ANDVARI GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR 175 Dani í millilandanefndinni þetta ár en í þetta sinn var raunsæið ekki rétta leiðin - stundum er raunsæi fallegt orð yfir skort á hugmyndaflugi og árið 1908 reyndist vera tími hugsjónamanna, Skúla, Bjarna frá Vogi og Benedikts Sveinsssonar. íslendingar snerust gegn Hannesi Hafstein og þetta haust beið hann herfilegan ósigur í kosningum sem markaði endalok blómaskeiðs hans. Helgisagnaritarar Hannesar hafa gjarnan haldið því fram að málið hafi með þessu verið sett í uppnám og enginn árangur hafi náðst í mörg ár. En staðreyndin er sú að þau voru ekki mörg. Aðeins tíu árum eftir að Islendingar felldu uppkastið náðu þeir mun betri samningi og ísland varð fullvalda ríki. Þá var Skúli dáinn og Hannes þrotinn að heilsu þannig að það kom í hlut manna eins og Bjarna frá Vogi að hnýta lokahnútinn. Samningurinn 1918 var betri en það sem Skúli hafði krafist árið 1908 og þannig skýrt dæmi um það hvernig stundum getur verið meira vit í því sem sýnist loftkastali en því sem sýnist vera raunsæi. Vegna þess að Guðjón stendur með Hannesi missir hann af tækifærinu til að skýra þessa atburðarás en á hinn bóginn nær hann vel að skýra þann mikla sigur sem Hannes vann árið 1901 þegar hann sest nýr á þing og nær óvænt frumkvæðinu í sjálfstæðisbaráttunni frá Valtý. Sama hagsýni og varð Hannesi að falli árið 1908 gerði það að verkum að hann áttaði sig betur en Valtýr á að hægt var að setja fram enn róttækari kröfur á meðan Valtýr var fastur í því sem hann hafði áður krafist.63 Eins naut Hannes sambands síns við danska róttæklinga þó að hér heima væri hann í flokki hins íhaldssama landshöfð- ingja. Með því að vinna refskákina við Valtý vann Hannes sitt mesta pólitíska afrek og varð síðan óskoraður leiðtogi heimastjórnarmanna í rúman áratug. Hann sýndi að hann gat gripið tækifærið og náð völdum til að nota í þágu þeirrar framfaratrúar sem var almenn á þessum tíma en Hannes er einn skýr- astur fulltrúi fyrir. Og enginn getur sakað Hannes Hafstein um að sitja auðum höndum í ráðherrastól þó að ýmis framfaramál hans séu ekki í tísku lengur. Um stjórnmálastarf Hannesar mætti nota ýmis orð: raunsæi, sveigjanleika, hagsýni og hentistefnu. Guðjón dregur ekki fjöður yfir dekkri hliðar sveigj- anleikans, þær sáust best í tengslum við „ríkisráðsmálið“, þegar Hannes beinlínis laug því að hann sæti ekki fundi í ríkisráði Dana sem hann hafði þó iðulega gert. Þetta kallar Guðjón að „hagræða sannleikanum hressilega“ og skýrir með því að Hannes hafi verið „lítill formalisti" en í nútíma stjórn- málum þætti það vitaskuld alvörumál að fara vísvitandi með rangt mál á opinberum vettvangi.64 En vegna helgisagnahefðarinnar er nánast léttir fyrir nútímalesanda að komast að því að Hannes Hafstein hafi stundum logið. Það hafa vitaskuld margir stjórnmálamenn gert og ekki dofna afrek Hannesar við að flett sé ofan af þessum ósannindum. Guðjón hefur almennt engan áhuga á íkonasmíð. Hann lýsir Hannesi sem manni sem gat verið undirförull, skapmikill, sem drakk of mikið og kunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.