Andvari - 01.01.2006, Side 181
ANDVARI
GÖFUGUR OG STÓRBROTINN MAÐUR
179
ráðherra en engum stjórnmálamönnum á síðari áratugum þó að vel hafi verið á sig komnir
líkamlega.
55Bernharð Stefánsson, „Hannes Hafstein, þjóðarleiðtogi og skáld: Utvarpserindi 4. des.
1951,“ Súlur 9 (1979), 101-11 (bls. 106).
56Tómas Guðmundsson, „Hannes Hafstein," Að haustnóttum. Rvík 1976, 107-22 (bls. 120).
Þessi bók var eins konar lokabindi íslensku örlagaþáttanna sem Tómas skrifaði í félagi við
kommúnistann Sverri Kristjánsson en þátturinn um Hannes var upphaflega ræða flutt árið
1961. (Endurprentað í Menn og minni: Ritgerðir. Rit T.G. VI. Rvík 1981, 105-19).
57Sama rit, bls. 110. Þess ber að geta að grein Tómasar var upphaflega ræða flutt á samkomu
þar sem Bjarni Benediktsson ræddi um Hannes sem stjórnmálamann og af því kann áhersla
hans á skáldskap Hannesar að helgast.
58Bjarni Benediktsson, „Stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein," bls. 21.
59Sigurður A. Magnússon, „Hannes Hafstein,“ 51.
60Davíð Oddsson, „Hannes Hafstein," 31-32.
61 Rétt er þó að geta þess að bæði Jón Guðnason og Jón Þ. Þór eru heldur nær akademískri
sagnfræði en Guðjón, eins og Bragi Þ. Ólafsson hefur bent á („Hannes Hafstein í nær-
mynd“).
62Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen II. Rvík 1974, 443-46.
63 Sbr. Jón Þ. Þór, Dr. Valtýr: Ævisaga. Akureyri 2004, 228-35.
64 Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur, bls. 593-95.
65Árni Pálsson, „Hannes Hafstein," bls. 23.
66Þorsteinn Gíslason, „Hannes Hafstein," bls. 18-19.
67 Sjá einkum Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur, 200-11.
HÖFUNDAR EFNIS
Ármann Jakobsson (f. 1970). Doktor í íslenskum bókmenntum. Starfar sem
fræðimaður og menntaskólakennari.
Gunnar Stefánsson (f. 1946). BA í bókmenntum. Verkefnisstjóri á Rás 1
Ríkisútvarpsins. Ritstjóri Andvara frá 1985.
Hjalti Hugason (f. 1952). Prófessor í kirkjusögu viö guðfræðideild Háskóla
íslands.
Ingvar Gíslason (f. 1926). Fyrrverandi menntamálaráðherra. Alþingismaður
Framsóknarflokksins 1961-87.
Sigurborg Hilmarsdóttir (f. 1946). Cand. mag. í íslenskum bókmenntum.
Safnkennari við Minjasafn Reykjavíkur.
Steinunn Inga Óttarsdóttir (f. 1963). MA í íslenskum bókmenntum. Áfanga-
stjóri bóknáms í Menntaskólanum í Kópavogi. Bókmenntagagnrýnandi við
Morgunblaðið.
Sveinn Einarsson (f. 1934). Fil. lic., leikstjóri og rithöfundur, hefur m.a. samið
rit um íslenska leiklistarsögu.