Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 68

Andvari - 01.01.1946, Side 68
G4 Runólfur Sveinsson ANDVARÍ a) Mjólkurlcyn, þ. e. mjólkurafurðirnar eru aðalatriðið. b) Kjötkyn, kjötið er aðalafurðin, og e) hvort tveggja, bæði framleitt kjöt og mjólk. Ekki er hægt að flokka íslenzku kýrnar undir neitt sérstakt kyn. Til þess eru þær of ósamstæðar og misjafnar að lit, stærð, gæðum, ýmist hyrndar eða kollóttar o. s. frv. Hvað stærð og holdafar snertir, nálgast þær þó miklu meira mjólkurkynin en kjötkynin. Enda er íslenzkt „nautakjöt“ ekki sambærilegt að gæðum við kjöt af góðum, erlendum lcjötkynjum. Islenzku kýrnar eru fremur litlar, þó mjög misjafnar að stærð og þyngd, eða allt frá 250 til 500 kg. Þær eru enn þá misjafnari að mjólkurlagni, eða mjólka sumar undir 1000 kg og allt upp í 5000 kg (ársnyt). Þær eru eins og áður getur mjög ósamlcynja og kynfesta lítil. Meðalnyt kúnna í nautgriparæktarfélögunum hefur síðustu árin verið milli 2500 og 2700 kg mjólk og um 100 kg smjör á ári. Ég legg til, að gerðar verði tilraunir með innflutning á nokkrum úrvalsgripum af vel ræktuðum nautgripakynjum. sem verði bæði reynt að hreinrækta hér á landi og blanda i íslenzku nautgripina. Ég ráðlegg, að eftirtöld kyn verði reynd: 1. Holstein- Friesian, 2. Brown Swiss, 3. Guernsey, 4. Milking Shorthornr 4. Red Danish og 5. Ilerford. B. SauSféð. Af sauðfjárræktinni eru aðalafurðirnar kjöt og ull. Sauðféð er þó víða flolckað í sérstök kjöt- og ullarkyn- I U. S. A. hefur þróunin á síðari árum mjög verið I þá útt, að sameina kjöt- og ullargæði í liverju einstöku kyni, og sum beztu sauðfjárkynin þar eru gædd þessum eiginleikum báðum- íslenzka sauðféð á ról sina að rekja til hins gamla, evrop- iska fjárstofns. Þetta fé er nú mjög óvíða haldið sem búfc annars staðar en á íslandi. íslenzka féð er fremur smávaxið, þó beinastórt og tlesl holdgrannt. Ullin er lítil og greinist í tvennt, gróft tog og lm- gert þel. Vegna sauðfjárpestanna, sem nú geisa í miklum n|u •

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.