Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 16

Andvari - 01.01.1949, Page 16
12 Eiríkur Einarsson ANDVARl hve vel Magnús Sigurðsson gætti þess, að öllum erlendum lánum, er hann hafði útvegað, væri haldið til réttra skila, gjalddaganna gætt, og allt látið standa heima við það, sem gengizt var undir. Var honum umhugað, að íslendingar glöt- uðu ekld því trausti, er þeim hafði verið sýnt, og gerðu sitt ti! að varðveita frelsi sitt og sjálfstæði. Eins og að líkum lætur, voru Magnúsi Sigurðssyni falin fieiri trúnaðarstörf til meðferðar, bæði heima og erlendis, en þau, er beinlínis lutu að bankastjórastarfi hans og fjár- útvegun fyrir ríkið, svo sem hér hefur verið minnzt á. — Þannig var hann skipaður í Viðskiptanefndina, er stofnuð var um áramótin 1939—’40. Voru verkefni þeirrar nefndar að greiða fyrir viðskiptum milli íslands og Stóra-Bretlands; aðstoða við sölu á íslenzkum afurðum til Bretlands; fékk hún m. a. það verkefni að hafa með höndum allar viðskipta- legar samningsumleitanir við Bretland og Bandaríkin. Síðar á styi-jaldarárunum var nafni þessarar nefndar breytt og hún kölluð Samninganefnd utanríkisviðskipta. Skipaði Magn- ús jafnan sæti í nefndum þessum og var þar formaðurinn. —■ Á stríðsárunum var hér að verki um skeið nefnd, er köilluð var „Tveggjamannanefndin". Fulltrúi íslenzku ríkis- stjórnarinnar í nefnd þeirri var Magnús Sigurðsson, en hinn var Breti. Var nefndin valdamikil á meðan hún gegndi störf- um. Var m. a. báð samþvkki hennar fjölmargt, er laut að vöruinnflutningi og greiðslum íslendinga á þessum miklu við- sjártímum. Magnús Sigurðsson hefur skrifað skemmtilega ferðasögu um fyrstu Ameríkuför sína, er hófst i byrjun nóvembermán. 1943. I ferðasögu þessari kennir margra grasa, og ætti hand- ritið, sem er í eign barna M. S., að komast á prent, almenn- ingi til fræðslu og gamans. Kemst ævintýraleg fjölbreytni í Ferðarollu Magnúsar konferensráðs og Suðurgöngusögu Tóm- asar Sæmundssonar ekki nærri til jafns við frásögn Magn- úsar; enda var nú öldin önnur og viðburðaríkari en sú, er þeir ferðalangarnir höfðu frá að segja. Var fyrsti fundur Al- þjóða hjálparstofnunarinnar (UNRRA) tilefni þessarar Am-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.