Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 17

Andvari - 01.01.1949, Page 17
andvari Magnús Sigurðsson bankastjóri 1?» eríkufarar Magnúsar Sigurðssonar. Var hann kjörinn fulltrúi Islands til móts þess, er þá var ákveðið að halda i Atlantie Citj' í Bandaríkjunum; sat hann síðan fundi UNRRA fyrir hönd þjóðar sinnar. — Þá tel ég rétt að geta annarrar Am- eríkuferðar Magnúsar, er hann tókst á hendur skönimu síðar, sumarið 1944. Var honum þá falið að sitja stofnfund Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaideyrissjóðsins. Er fundur sá kenndur við Bretton Woods í Bandaríkjunum, þar sem hann var haldinn. Var Magnús siðan kjörinn til að vera fulltrúi sins lands í bankaráði Alþjóðabankans, og hélt hann því em- bætti til dauðadags. Til athugunar þeim íslendingum, er lifa Magnús Sigurðs- son, vil ég tilfæra hér nokkur niðurlagsorð hans úr ferða- sögunni frá Atlantic City fundinum, er ég minntist á, og eru þau á þennan veg: „Að endingu vil ég gela þess, að þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef farið vestur til Ameríku og hitt fólk þar, og að mér líkar sérstaklega vel við Bandaríkjamenn. Þeir eru prúðir og látlausir í framgöngu, vilja allt fvrir mann gera og gera sér engan mannamun, eins og oft kemur fyrir hér beima meðal okkar Islendinga.“ — Eru orð þau þess virði, að fest séu i minhi og athuguð með gaumgæfni. Um allan erindrekstur sinn erlendis lætur Magnús Sig- urðsson þess getið, hve gangur málanna verki mismunandi á skapið. Honum þótti gaman að lifa, þegar allt gekk fljótt og að óskum, en langar gistihúsasetur, þar sem erindin biðu í óvissu, voru honum þreytandi og reyndu á þolinmæðina. Var himinninn honum því ýmist léltur eða dimmur á ferða- lögum þessum. En oft voru á honum þreytumerki, er báru þess vott, að þessar siglingar eru ekki allar skemmtiferðir. Hefur liér nú verið stiklað á því stærsta, er getið var ut- anfara Magnúsar og trúnaðarstarfa þeirra, er hann gegndi fyrir ísland gagnvart öðrum ríkjum, en eftir er þá að drepa stuttlega á nokkur þau störf, er honum voru falin til for- ustu inn á við og heima fvrir. Skal þar fljótt yfir sögu farið og aðeins minnzt á það helzta: Frá því að Sölusamband ísl.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.