Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 20
16 Eiríkur Einarsson ANDVARI við þetta tækifæri í huga þarfir íslenzks landbúnaðar og gladdist af því, er honum mátti til góðs gera. Minntist hann þess, hve vel hefði verið um þátttöku Landsbankans í Skeiða- áveituláninu, og einnig þess stuðnings, er Flóaáveitunni var veittur, er gert var að skilyrði fyrir innanlandsláninu 1921, að 1 millj. kr. af því færi til Flóaáveitunnar. — Þess er og vert að minnast, er Magnús Sigurðsson og landbúnaðinn ber á góma, að það var hann, er fyrstur manna hugsaði hinni grónu grund svo hátt, að sveitirnar verðskulduðu að fá sinn banka til eflingar starfi sveitanna. Það var hann, sem neytti valdaaðstöðu sinnar til þess, að hinn fvrsti sveitabanki á íslandi var reistur á Selfossi hausið 1918. Sumir af gamla skódanum töldu það þó firru eina og bentu á Vatnajökul. En Magnús og samherjar hans, er komu þvi til vegar, að hann varð bankastjóri, báru sigur af liólmi. Fór Benedikt Sveinsson, vinur Magnúsar, er þá var hankastjóri ásamt honum, austur og ákvað staðinn á Selfossi. Unnu þar góðir og þjóðhollir drengir saman að framgangi góðs málefnis. Magnúsi Sigurðssyni varð það til láns, að samverkamenn hans í Landsbankanum, hinir bankastjórarnir, voru flestir ágætismenn og honum prýðilega samhentir fyrr og siðar. F.ngum þeirra hallmælti hann, svo ég vissi til, nokkru sinni, en hlýja hans og vinátta til margra þeirra, eldri og yngri, leyndi sér ekki. Ætla ég og, að flestir eða allir þessara manna, sem enn eru á lifi og starfa í landinu, blessi minn- ingu Magnúsar og hafi hana í heiðri. I fyrrnefndu samtali við Magnús Sigurðsson sextugan lcvaðst hann fremur vilja lána út á lifandi menn en þorskinn í sjónum; þeir gætu einnig lært að veiða þorskinn. Voru honum þá í huga fátækir stúdentar og aðrir slíkir, er áttu góðan talsmann þar sem hann var. Lánið var venjulega veitt. Hef ég fyrr í grein þessari minnzt á þann þátt í sögu M. S., er lýtur að þeim málefnum. Kunni Magnús Sigurðsson vel að vera með tignum mönnum, en umgengni hans á meðal snauðra nauðleitarmanna var engu síður göfugmannleg og fögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.