Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 23

Andvari - 01.01.1949, Side 23
aNDVAIU Magnús Sigurðsson bankastjóri 19 j111 tryggð hans við ísland var prófsteinn og sönnun fyrir Pessari drengilegu dyggð hans. Kona Magnúsar Sigurðssonar var Ástríður, dóttir Magnúsar ^ tephensens landshöfðingja og konu hans, Elínar Jónasdótt- Ur sýslumanns Thorstensen. Gjftust þau Magnús og Ástríður febr. 1909, en 25. apríl 1933 missti hann þessa góðu og Sofugu konu sína, er var hugljúfi allra, er þekktu hana. Eru >orn þeirra hjóna: Elín, gift Guðmundi Ólafs lögfræðingi í Vlk, Magnús Vignir, cand. jur., sendiráðunautur í Washing- |1)n> giftur Audrey' J. Wellby, Bergljót, tannlæknir, gift lnn Smith, tannlækni í Khöfn, María, gift Sverri Briem, stór- 'auPm. í Rvík, Ragna, ógift i Rvík, Svafa, gift Johan Rönn- lng> framkv.stjóra i Rvík, Sigurður lyfjafræðingur í Rvík, gdtur Huldu K. Larsen, Jón, gjaldkeri í Rvík, giftur Dóru ^uðmundsdóttur, yngsta systirin, Ásta Sylvia, andaðist 1941. Magnús kvæntist í annað sinn 11. maí 1935 Margrétu Stef- ansdóttur frá Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, mjög n^yndarlegri konu. Er hún enn á lífi. ^agnús Sigurðsson var góður meðalmaður á hæð, liðlega 'axinn og svaraði sér vel, hafði gráblá augu og jarpan hára- 11 á yngri árum, en hærðist nokkuð snemma og var orðinn jnlfurhárr á síðasta áfanga lífsins; fór það lionum vel og 'ofðinglega, en fríður sýnum var hann alla ævi. Var svipur 'ans fastur og gáfumannlegur. Vakti hið prúðmannlega fas og 'n'ðulega framkoma hans traust manna við fyrstu sýn. Þrátt *ýrir mikla alvörugefni við allan embættisrekstur glataði lann þó aldrei gleði æslcunnar. Þegar tími vannst til fyrir ^mbættisönnum, rækti hann hana meðal vina sinna. Varð bann þá sem annar maður, ungur í annað sinn; glettinn, ij’ndinn og jafnvel gáskafullur, og allir hlógu. Þetta veit ég að létti honum lífið. En svo sló klukkan og skyldustörfin °g alvaran kvöddu hann aftur á fund. — Lengst af ævinnar var hann heilsugóður og þoldi inikla vinnu, en nokkrum n>anuðum fyrir dauða sinn kenndi hann lasleika. Lagði hann Þó ekki árar í bát, en vann meðan dagur entist, alveg til solseturs. — Síðasta embættisverkið, er Magnúsi Sigurðssyni

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.