Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 24

Andvari - 01.01.1949, Page 24
20 Magnús Sigurðsson bankastjóri ANDVARI entist aldur til að inna af hendi, var að sitja fund Alþjóða- bankans í London. Að þeim fundi loknum var ætlunin að dvelja nokkru lengur erlendis, einhverra erinda og einnig sér til hvíldar og heilsubótar. Hélt hann þá til Kaupmannahafnar i kynnisför til Bergljótar dóttur sinnar, sem þar á heima. Síðan hélt hann til Sviss og dvaldi þar um tíma og hvíldist. Siðasti áfanginn var lengra suður, og mun hann hafa hugsað sér að treysta sölumarkaði íslands i Miðjarðarhafslöndum, jafnframt því að styrkja heilsuna. Var Bergljót dóttir hans með honum, er numið var staðar í Genúa, en í lyftunni til gistihússherbergja, er voru útveguð, hné hann niður og and- aðist nokkru síðar. Hafði hann verið allhress og glaður í hragði til þeirrar stundar, er þetta bar að, hinn 27. október 1947. — Var lík Magnúsar Sigurðssonar flutt heim til greftr- unar, er fór svo fram i Reykjavik 14. dag nóvembermánaðar. Var jarðarförin mjög fjölmenn og virðuleg. Yfir moldum hans stóð meðal annarra fulltrúi frá Englandsbanka, er vinir hans þar sendu til að heiðra minningu manns, sem þeir liöfðu mætur á. „Þágu vér mörg ráð þægileg af Njáli“, mælti Snorri goði á Þingvelli eftir Bergþórshvols-brennu. Hið sama mættu nú fjölmargir íslendingar segja, er þeir minnast Magnúsar Sig- urðssonar látins. Og enn er sem hann syngi ættjörð sinni: Evjan vor, þú varpar öllum böndum, verður frjáls og gengur heilla-stig.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.