Andvari - 01.01.1949, Síða 28
24
Barði Guðmundsson
ANDVAIU
þar um hríð. „En er voraði, þá Ingimundur eigi svo vistina
að Sumarliða sem vera átti, og hljóp hann inn á strönd að
hitta Ásgerði og hafði hana brott og út til Svarfaðardals á bæ
þann, er heitir á Reykjarhamri."
í annan stað bar það til tíðinda eftir dráp Helga prests,
að goðorðsmennirnir Þorvarður Þorgeirsson og Önundur Þor-
kelsson sendu sinn manninn hvor til Þoi’gerðar á Bratta-
velli. Áttu þeir að „sitja fyrir, að Ingimundur væri þar ekki,
og veiða hann, ef þeir mætti.“ Sú viðleitni bar þó engan
Srangur fyrr en Ingimundur hafði flutzt að Reykjarhamri.
Þá var það eitt sinn snemma morguns, að umsátursmennirnir
sóttu hann heim við tíunda mann og drápu. Eftir víg Ásvarðs
Jeitaði Hrappur sér hælis hjá manni, sem numið hafði lxonu
á bi'ott líkt og Ingimundur. Þeir Guðbrandur og Þrándur son
Iians sitja nú um Hrapp, sem jafnan leitar samfunda við
Guðrúnu, en fá lengi vel ekki færi á lionum fremur en menn-
irnir tveir að Brattavelli á Ingimundi. Á morgunsárinu dag
noklxurn heppnast svo Þrándi og mönnum hans að finna
Hrapp. Laulx þeirra viðsltiptum þannig, að Hrappur „vegur
þrjá menn, en særir Þránd til ólífis, en eltir tvo til slcógar,
svo að þeir báru enga njósn.“ Af framhaldi frásagnarinnar
má ráða, að Njáluhöfundur hefur liaft tiu manna sveit í liuga,
er hann lýsti viðureign Hrapps og Þrándar. Því að hann
lætur einmitt fjóra menn koma strax eftir bardagann hlaup-
andi til Hálíonar jarls og Guðbrands með fregnina af leiks-
lokum. Þeir voru jarlsmenn. Er vert að veita þessu atliygli,
því að flokkurinn, sem sótti Ingiinund heim að Reykjarliamri,
var sendur að tilstuðlan tveggja höfðingja, og tala mannanna
hin sama í báðurn tilfellum.
Það er fjarri mér að halda því fram, að Víga-Hrappsþáttur
Njálu séu stæling á þætti þeirra Sumarliða og Ingimundar,
enda þættirnir ólíkir á margan hátt. En framanskráð dæmi
taka af skarið um það, að Njáluhöfundur hefur í ríkum mæli
stuðzt við Sumarliðaþáttinn, er hann ritaði um Hrapp. Þar
við bætist svo það mikilvæga atriði, að Sumarliði á Tjörn
virðist mynda hinn eðlilega tengilið í hugsun höfundarins á