Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 29

Andvari - 01.01.1949, Side 29
ANDViRI Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson 25 niilli föðurnafna Víga-Hrappanna í Laxdælu og Njálu. Sum- nrliði faðir Laxdælu-Hrapps minnir hann á Sumarliða á rjörn, og lá þá beint við, að upp rifjaðist heitið Örgumleiði. ®er hér hvorttveggja til, liking nafnanna Sumarliði og Örgum- leiði, svo og bæjarnafnið Tjörn, þar sem kirkjan átti hólm- ann Örgumleiða. Þótt þátturinn af Sumarliða og Ingimundi væri látinn liggja á milli hluta, mætti samt fara nærri um það, að Njáluhöfundi hafi verið svarfdælsk efni hugstæð, er hann samdi ættartölu Hrapps. Nú verður viðurnefnið gerpir leiðarljósið. Geirólfur gerpir, afi Víga-Hrapps, og Böðmóður gerpir eru i heimild- urn einir um þetta nafn. Böðmóðs er tvisvar getið í ættfærsl- um Landnámabóka og með nokkuð einkennilegum hætti: „Böð- ólfur hét maður, son Gríms Grímólfssonar af Ögðum, bróðir Böðmóðs.“ „Þórunni dóttur Arnar í Arnarnesi átti Ásgeir i'auðfeldur, son Herjólfs þess, er nam Breiðdal. Ásgeir var bróðir Böðmóðs gerpis Grímólfssonar.“ Hefur sýnilega þótt ættarsómi að Böðmóði gerpi, að minnsta kosti í Svarfaðardal. Ásgeir rauðfeldur bjó á Brekku þar í sveit, en kynkvíslin frá Böðólfi er rakin niður til Þuríðar konu Valla-Ljóts Ljót- ólfssonar goða. Þannig eru bæði nöfnin gerpir og Örgumleiði bundin við sama byggðarlagið. Og nú er það svo, að rétt hjá ættfærslu Víga-Hrapps í Njálu rekumst við á nöfnin Breiðdal og Hróðgeir hvíta. Breiðdal gat að líta í Landnámugreininni um Böðmóð gerpi, og á öðrum stað er uppruna Vallverjanna í Svarfaðardal getið með þessum hætti: „Alrekur var bróðir Hróðgeirs, er út kom með honum. Hann var faðir Ljótólfs goða í Svarfaðardal." Báðar svarfdælsku ættirnar Vallverjar og Brekkumenn eru í frásagnartengslum við Böðmóð gerpi, önnur einnig við Hróðgeir hvíta, liin við Herjólf í Breiðdal. Hólminn Örgumleiði var í Svarfaðardal. Öll lieitin: Örgum- leiði, gerpir, Hróðgeir hvíti og Breiðdalur, koma fyrir í hinni stuttu upphafsgrein Víga-Hrappsþáttar, svo að ljóst er, að Njáluhöfundur hefur haft þau í huga samtímis er hann hóf að rita þáttinn. Þegar þessa er gætt, verður það öldungis óþarft að gera ráð fyrir óþekktum fyrirmyndum að föður-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.