Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 33

Andvari - 01.01.1949, Side 33
andvari Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson 29 dæla, og Ásgeir, bróðir Böðmóðs gerpis, sonur landnáms- 'nannsins í Breiðdal, var um svipað leyti höfðingsbóndi í l^rekku, sem heita má, að liggi samtýnis við Grund. Má nú gera sér grein fyrir því, hvers vegna Víga-Hrappur kemur fram á sjónarsviðið i samfylgd með Örgumleiða, gerpi og Hróðgeiri hvíta. Þegar Njáluhöfundur tekur að semja þátt- lnn af Hrappi, hefur hugur hans verið bundinn við Grundar- fundinn, viðræðurnar þar og umhverfið. Örgumleiði, gerpir, Hróðgeir hvíti og Breiðdalur verða því nærtæk nöfn til notk- unar í frásögninni. Þannig sem erindrekstri Þorvarðs var háttað lá það beint við, að hann minntist hinna fornu aust- firzku höfðingjaætta í Svarfaðardal. Frásögn Þorgils af Lax- urdalsreiðinni og viðureigninni við Hjarðarholtsbóndann var jafnframt vel til þess fallin að beina huganum að hinum lax- dælska Viga-Hrappi. Það var ekki svo lítið, sem Laxdæla greindi frá viðskiptum hins fornfræga Hjarðarholtsbónda. Olafs pá og Víga-Hrapps. Þar fannst nafnið, er hæfði þeirri s°gupersónu, sem Njáluhöfundur var að skapa. En betur fór 11 því að láta hinn nýja Hrapp ekki vera Sumarliðason, eins °g hinn gamla. Stælingin var of augljós og Sumarliði lit- laust nafn. Öðru máli gegndi um Örgumleiða og gerpi. Þessi Uofn settu skarpt svipmót á ætterni Hrapps og verða því fyrir 'alinu, þegar hann er ættfærður. Þannig liggur beinast við að hugsa sér tengslin til orðin milli hins laxdælska Viga- Hrapps og hólmans Örgumleiða í Svarfaðardal, þótt hlekk- Ul'inn, sem batt þá saman, muni vera vitund Njáluhöfundar Sumarliða á Tjörn og máldaga kirkjunnar þar. Eins og vænta mátti, er Víga-Hrappur látinn koma til sög- Unnar sem vegandi. „Ég hefi vegið Örlyg Örlygsson Hróð- geirssonar liins hvíta, en til eftirmáls eru Vopnfirðingar,“ Segir Hrappur við Kolbein Arnljótarson. Þessi orð virðast cinnig vera sprottin af minningu Njáluhöfundar um Svarf- oðardalsför Þorvarðs Þórarinssonar og Grundarfundinn. Þau falla um leið og Hrappur greinir frá föður- og afanafni. Frá Hofi í Vopnafirði, ættaróðali hinna fornu Vopnfirðingahöfð- lngja, lá leið Þorvarðs til stefnumótsins á Grund. Þeir áttu

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.