Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 41

Andvari - 01.01.1949, Page 41
andvaiu Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson 37 benda til þess, að hann hafi verið sonur Þórðar Laufæsings, hálfbróður Guðmundar dýra. í þessari ætt hefur Laufæsingá- goðorð gengið fyrrum. Þorvarður var einna helztur stórbænda í Eyjafirði. Hefur honum sjálfsagt ekki verið það geðfellt, að a'.ttargoðorðið væri í höndum annarra, fremur en Merði að horfa á veldi Höskulds færast stöðugt í aukana, ríki sjálfs hans til tortímingar. Þá er Þorvarður Þórarinsson leitaði sér viðtöku hjá Eyfirðingum á Djúpadalsárfundinum, kynnumst við dálítið viðhorfi nafna hans: „Þorvarður úr Saurbæ svarar fyrstur — lézt eigi ráð eiga nema eins manns — „má ég vel sæma við þann, sem er, en bezt að engi sé.“ Þeir eru þá ekki orðnir beztu vinir nafnarnir. Það skeði fyrst þegar Þor- gils skarði hafði tekið við Laufæsingagoðorði og öðrum mannaforráðum í Eyjafirði. Við tökum enn fremur eftir þvi, að samkvæmt frásögnum Þorgilssögu áttu orðasennur, illdeilur eða upphlaup sér aldrei stað í viðskiptum Þorvarðs Þórarinssonai’ og Þorgils skarða fyrr en á sjálfri lokastundinni. Þannig var því einnig varið nm Skarphéðin og Höskuld. Með Þorvarði og Þorgilsi féll »heldur fálega“, er fundum þeirra bar saman. Og þeir „skild- ust heldur fálega“ sama daginn sem Þorvarður ákvað að taka Þorgils af lifi. Milli Höskulds og Skarphéðins voru „fáleikar“ frá því að áhrifa rógsins tók að gæta, þar til hin skyndilega ákvörðun var tekin að drepa Höskuld. Svo eru það vigin sjálf í allri sinni viðurstyggð. Höfuðhetjan og drengskapar- maðurinn Kári er látinn vinna á Höskuldi helsærðum og varnarlausum ásamt þrem mönnum öðrum. Hið sarna henti afburðamanninn Þorvarð Þórarinsson aðfaranótt hins 22. janúar 1258 í skálanum á Hrafnagili. Þar „lagði“ hann Þor- gils skarða „með sverði“ dauðvona og vopnlausan. A Þor- varður um kvöldið að hafa sagt við sína menn: „Vil ég að menn geymi ef færi gefur á að bera þegar vopn á hann og vinna að því ógrunsamlega.“ En í Njálufrásögninni af vígi Höskulds lesum við þetta: „Þeir Skarphéðinn höfðu það mælt rneð sér, að þeir skyldu allir á honum vinna.“ Nokkrar orða- likingar eru einnig fyrir hendi. Er Höskuldur „vildi undan

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.