Andvari - 01.01.1949, Side 47
andvari
Framtið skógræktar á íslandi
43
miður eru flestar bjarkaættirnar mjög likar, og þar sem þær
vixli'rjóvgast á alla hugsanlega vegu, hefur reynzt ákaflega
erfitt að skilgreina þær nákvæmlega. Sennilega mun það koma
1 Jjós við rannsókn á íslenzku birki, að hér séu til margar
tegundir eða afbrigði, hvert með sína arfgengu eiginleika.
Stærstu og beztu trén eru sjálfsagt ilmbjörk, sömu tegundar
og algengust er um norðanverðan Noreg. Slikra trjáa gætir
mest um austan- og norðaustanvert landið. Kjarri því, sem
vex um sunnan- og vestanvert land, virðist mest svipa til birk-
isins á háfjöllum Noregs, sem er af mörgum talin sérstök
tegund. Að vísu má víðast hvar finna einstaklinga innan um
kjörrin, sem hafa öli einkenni ilmbjarkar, en þeirra gætir
einna minnst á Vestfjörðum. Og eins má alls staðar finna
kræklótta og lágvaxna runna innan um bezta skóglendi. í
Ualasýslu og á Vestfjörðum ber víða á einkennum, sem gætu
kent i þá átt, að hingað hafi flutzt runnkennd bjarkartegund
ti'á Ameríku og blandazt öðrum. Má og vera, að þessi tegund
se til hér hrein og óblönduð.
A Norðurlandi og Austurlandi eru skógarnir yfirleitt liávaxn-
ari og beinni en annars staðar. Orsökin getur verið sú, að ilm-
kjörkin hafi náð að breiðast örar og meira um þær slóðir, sem
tiggja næst Skandinavíu, heldur en annars staðar, á þeim
skamma tíma, sem liðinn er frá ísöld. En hún gæti einnig.verið
su, að þar sem hin beztu tré hafa verið höggvin miskunnarlaust
1 þúsund ár, en hið lélegasta eftir skilið, þá hafi stofninn úr-
rettazt, en þá eiga þeir skógar að vera kræklóttastir, sem mest
kafa verið höggnir. Og enn fremur má gera ráð fyrir, að högg
°g beit hafi hjálpazt að til þess að uppræta beztu trén, en
krækla hitt, sem eftir stóð. En það er alkunna, bæði hér og
i Noregi, að þar, sem beitt hefur verið á skóg öldum saman,
svo að kjarr eitt er eftir, þá getur það ekki rétt sig úr kútn-
Um af sjálfsdáðum, jafnvel þótt fullkominnar friðunar njóti.
Allt virðist mæla með því, að hin hávaxna ilmbjörk hafi
vorið allmiklu útbreiddari hér um land áður fyrr en nú. Hefur
'”in orðið að víkja fyrir öxinni, en hin runnkenndu bjarka-
afbrigði hafa átt auðveldara en ilmbjörkin með að fylla í