Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 55

Andvari - 01.01.1949, Page 55
andvari Framtíð skógræktar á Islandi 51 lerkitrén hér eru ættuð. En hitt mun víst, að margt af lerki Því, sem hingað var sent, er alls ekki síberiskt lerki, heldur '»nnur og suðrænni tegund. Er þvi varla von, að lerkinu hafi ellu vegnað jafnvel. Blágrenið er ættað úr Klettafjöllunum, en hvaðan fræið hafi komið hingað til lands, er alveg ókunn- llgt- Skógarfura var flutt hingað frá Mið-Svíþjóð og Noregi. Nokkuð af fræi kom úr Þrændalögum, og mun það hafa verið sótt lengst norður. Af því, sem hér er greint, er augljóst, að fæstar þessara tegunda ættu að vera vænlegar til þroska í eyjaloftslaginu hér. Ekki er þó loku fyrir það skotið, að einstaka sendingar nf lerki og furu hafi getað verið hæfar til ræktunar norðan Innds og austan, en um slíkt verður ekkert sagt úr því, sem komið er. Mælir því engin skynsemi með því, að ræktun þess- ara trjáa hefði átt að takast. Menn mættu vera ánægðir, ef ^rén hefðu aðeins náð að hjara og halda lífi, ekki sízt fyrir þá sök, að flestum þessara trjáa var upphaflega plantað á berangri en ekki í slcjóli birkis, eins og eðlilegast hefði verið. Raunin hefur samt orðið sú, að margt af þessum trjám befur vaxið ágætlega. Einkum hefur sumt lerkið náð góðum þroska. Hið hæsta lerki, sem mælt hefur verið hér, er yfir II metrar. Þó mun þetta tré ekki með elztu trjánum, heldur oiun sáð til þess 1913. Er það orðið meira en 20 sentimetra I þvermál í 1,3 metra hæð frá jörðu. Annars er fjöldi lerki- trjáa á Hallormsstað, og eru mörg þeirra 6 til 8 metra á hæð. Lerkið hefur nokkrum sinnum borið þroskað fræ, og má Vsenta þess, að fræárin verði tíðari þegar trén eldast. A Hallormsstað eru 5 blágrenitré, sem hafa náð ágætum þroska. Þau munu gróðursett 1905, en hið hæsta þeirra er nú II metra. Þau eru öll gildvaxin og viðamikil og hafa einu smni borið mikið fræ og sæmilega þroslcað. Annars staðar liafa þessi tré ekki gefizt jafnvel, en þó eru til snotur blá- grenitré á nokkrum stöðum. Slcógarfuran hefur náð um 7 metra hæð á 40 árum. Hún befur orðið fyrir áfalli af skjaldlús, sem hefur drepið nokkur b'é, en þau, sem lifa, eru sem óðast að ná sér aftur.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.