Andvari - 01.01.1949, Page 62
58
Hákon Bjarnason
ANDVAHI
taldir flestir þeir staðir, sem koma til greina, þegar flytja á
trjátegundir hingað til lands.
Liggur þá næst fyrir að slcýra frá, hvaða trjátegundir vaxi
á stöðum þessum og vaxtarmöguleikum þeirra hér á landi.
Lijsing trjátegundannn. í Norður-Ameríku er tegunda-
fjöldi trjáa og annarra plantna miklu meiri en uin norðan-
verða Evrópu, sakir þess að á síðustu ísöld tortímdust miklu
færri tegundir þar en í Evrópu. Þangað má því sækja miklu
t'Jeiri tegundir en austur á bóginn. Helztu trjátegundir, sem
vaxa í Alaska umhverfis Vilhjáhnsflóa og Cooksfjörð, eru
þessar:
Sitkagreni vex meðfram endilangri ströndinni á öllu þessu
svæði. Vex það frá sjávarmáli og upp í allt að 600 metra hæð
yfir sjó. Stórvaxnast er það þar, sem úrkoma er mest. Hæsta
tré, sem ég hef mælt við botn Vilhjálmsflóa, var 45 metrar,
en þvermál þess var um 160 sentímetrar í nærri tveggja
metra hæð frá jörðu. Annars er hæð trjánna á ströndinni oft
milli 20 og 30 metrar. En þegar inn í dalina kemur og úr-
koman minnkar, er sitkagrenið langtum smávaxnara og sein-
vaxnara. Tréð kann sýnilega bezt við sig í mikilli úrkomu,
og það vex alls staðar alveg fram í fjöru. Viður sitkagrenis-
ins er ágætis smíðaviður. Hann er einnig mikið notaður til
pappírsgerðar og annars iðnaðar.
Ókunnugt er um uppruna hinna fyrstu sitkatrjáa, sem
flutt voru hingað til lands. En þau munu að öllum líkind-
um ættuð syðst úr Canada eða norðarlega úr Bandaríkjun-
um. Enda hafa þau tré ýmist dáið út eða náð fremur litlum
þroska. Árið 1937 komu hingað um 100 tré, ættuð úr ná-
grenni bæjarins Sitka í Alaska. Sumarhiti í Sitka er töluvert
meiri en hér er, en samt sem áður hafa flest. þessi tré náð
mjög sæmilegum vexti. í Múlakoti hafa þau náð 5 metra hæð
á 10 árum, en þau biðu mikinn hneklci við Heldugosið, og
mun það taka tvö eða þrjú ár, áður en þau hafa náð sér
aftur. Annars staðar hafa þau líka náð góðum þroska. Síðar
komu til landsins um þúsund sitkaplöntur af fræi frá Kenai-