Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 72

Andvari - 01.01.1949, Page 72
68 Hákon Bjarnason ANDVARl lega, ef noltkur lcostur verður á að gróðursetja svo mikinn fjölda í íslenzka mold. Mun því brátt reyna á, hve miklu iandsmenn orka í því að græða skóga. Niðurlag. Af því, sem hér hefur verið ritað, má vera ljóst, að við íslendingar byggjum land, sem mjög hefur verið rúið liinum fornu landkostum. Að vísu hefðu hinir fornu birki- skógar aldrei getað fyllt viðarþarfir okkar nema að mjög litlu leyti. En með eyðingu þeirra eru öll skilyrði til að rækta aðrar trjátegundir stórum verri en annars hefði verið. Og með hvarfi skóganna opnuðust allar gáttir fyrir uppblæstri og landeyðingu. Virðist því full nauðsyn að koma í veg fyrir frekari eyðingu skóga og kjarrs en orðin er. Enn fremur ætti það að vera öllum mönnum ljóst, ef þeir á annað borð hugsa rökrétt, að ísland hefur verið vaxið birkiskógi og birkikjarri um mestallt land upp í 300—600 metra hæð yfir sjó. Upphaf landskemmda er fyrst og fremst afleiðing búsetunnar í landinu, en svo hafa vindur og vatn fullkomnað eyðinguna. Að ísland hafi verið eða eigi að vera „grasland", eins og sumir menn hafa haldið fram í ein- feldni sinni, er hin mesta fjarstæða. Væri þá ekki nokkur vafi á, að séra Jón Bjarnason hefði haft á réttu að standa, er hann dró þær ályktanir, að ísland mundi einhvern tíma í framtið- inni verða óbyggilegt sakir uppblásturs og landeyðingar. Og loks má mönnum verða ljóst, að skóggræðsla og ræktun barrviða hér á landi er engin fjarstæða eða rómantisk og óframkvæmanleg hugmynd. Ræktun barrviða er ekki erfiðari en ræktun margra annarra nytjaplantna, en fyrir því, að arðs- ins er langt að bíða, eiga menn erfiðara með að festa sjónir á því. Þegar séra Björn í Sauðlauksdal hóf ræktun jarðepla, sem eiga heimkynni sín langt suður í Andesfjöllum, mun hvorki hann né aðra hafa órað fyrir því, hvílíka nytjajurt þeir höfðu milli handa sér. Síðan þetta var, eru liðnar tvær aldir. Kart- öflur hafa verið ræktaðar hér óslitið síðan og í sívaxandi

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.