Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 75

Andvari - 01.01.1949, Side 75
ANDV4RI Um lunda og kofnafar. Eftir Bergsvein Skúlason. Þær eru margar fuglategundirnar, sem gista Breiðafjarðar- eyjar og verpa þar. Æðarfuglinn er algengastur og nytsam- astur. Lundinn gengur næst honum að nytsemi, er álíka al- gengur og í hreinum meiri hluta þá mánuði, sem hann dvelur í firðinum. Þar vestra heitir lundaunginn kofa, ungaveiðin kofnafar, veiðimennirnir kofnamenn og varpstaðir lundans, þar sem hann verpir þétt, lundabali. Hér verður lítils háttar leitazt við að lýsa breiðfirzku kofnafari og um leið — til skýringar — sagt dálítið frá lifnaðarháttum lundans. Lundinn er farfugl, eins og kunnugt er. Hann hverfur úr Lreiðafirði síðari hluta ágústmánaðar eða í byrjun septem- her (fer nokkuð eftir tíðarfari) og kemur ekki aftur fyi-r en 11 m sumarmál. Hann er félagslyndur, eins og fleiri farfuglar. Hverfur allur í einu og kemur aftur í stórum fylkingum á vorin. —• Þegar við komu sína sezt hann upp á eyjarnar og þekur varpstöðvarnar í stórum spildum. — Eyjarnar, sem um langa °g kalda vetrarmánuði höfðu beðið fölar og hnipnar, ein- mana og yfirgefnar af öllum eftir höfuðprýði sinni, fuglin- 11 m, kveða nú aftur við af margrödduðum fuglasöng og ^hrýðast í skyndi græna kyrtlinum sínum. •—- Ef iörð er 0r<5in svo þýð, þegar hann kemur úr vetrarferðalaginu, að klakinn sé horfinn úr holunni hans, sezt hann inn í hana á naeturnar, — tveir og tveir í holu — einkum ef veður er hlýtt. Þá er sagt, að hann sé að gera hreinan bæinn og kanna

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.