Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 80
76 Bergsveinn Skúlason ANDVARI Kofunni eru gefin mörg nöfn meðan á kofnafarinu stend- ur, og eru þau dregin af því, hvernig hún er fiðruð. Yrðlingur er hún kölluð, ef hún er nýskriðin úr egginu, hefur hvita bólu á nefi og er ekki farin að fella hýið. Pgsja eða gráijrðlingur er hún nefnd, þegar hún er nokkuð farin að stækka, hvíta bólan horfin og hýið farið að lýsast. Hálfstrokin er hún kölluð, þegar hýið hefur fallið af bringunni á henni, en þekur enn bakið að fullu. Á bezta búnaði er hún sögð, þegar hún er að mestu ieyti fiðruð, en þó hýtoppar eftir á haus og stéli, — þar fellur það síðast. Þá er hún líka feitust. Alstrokin er hún, þegar hún hefur fellt allt hýið, er al- fiðruð og komin að því að yfirgefa holuna. Þá er hún nokk- uð léttari og grennri en meðan hún var á bezta búnaði. — Svo virðist sem foreldrarnir verði að svelta hana nokkuð til þess að hún yfirgefi bælið. Venjulegast er að liggja við i tjöldum meðan á kofnafar- inu stendur ■—■ eins og við heyskapinn. Það þykir of taf- samt að fara heim á hverju kvöldi, enda gat það tekið langan tíma, ef langt var í eyjarnar og veður ekki hagstætt. Það er nokkuð misjafnt, hvað menn taka margar kofur á dag. Fer það mest eftir leikni manna við verkið og kappi svo og hinu, hversu góð takan er á hverjum stað, þ. e. hversu djúpar holurnar eru. Duglegir menn munu hafa tekið 400 kofur á dag, ef takan var ekki mjög vond. En vinnudagur- inn var líka lengri en átta ldukkustundir, líklega oftast hehningi lengri. Bvi-jað var um ld. 6 á morgnana og haldið áfram þangað til svo var orðið dimmt á kvöldin, að ekki sást hreistur í holu. Matar- og lcaffitímar ekki hafðir lengri en góðu hófi gegndi. Að dagsverki loknu var kofan á bölunum tínd saman og borin heim að tjaldi. Hún var svo flutt heim, eftir því sem ástæður leyfðu og þurfa þótti. Heiina tók kvenfólkið við lienni, reytti hana og verkaði til geymslu. Það, sem geyma átti til vetrarins, var saltað í tunnur. Mikið var þó borðað nýtt i súpu og þá slcarfakál soðið með henni. — Kofnasúpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.