Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1949, Page 82

Andvari - 01.01.1949, Page 82
78 Bergsveinn Skúlason ANDVAKI Þeir, sem hagmæltir voru, köstuðust á vísum. Aðrir sögðu sögur, stundum ósnotrar. Fyrir lundann kemur það, eins og aðra fugla, að eignast ófrjó egg. Þau fúlna í holunum i sumarhitunum. — Þeir, sem svo voru óheppnir að lenda á fúleggi í holu, áttu það stundum til að senda það nágrannanum. Það var liin versta sending, ef vel kom á. — Hlandkúlnakast var sú iðja kölluð, og var hún jafnan illa þokkuð af hinum eldri mönnum og ráðsettari. Kofnatekjan vakti oft kapp og metnað milli manna, enda verkið vel til þess fallið að örva slíkar kenndir. Menn töld- ust á, eins og stundum tíðkaðist við fiskidrátt. Skyldi þá telja upphátt, svo að aðrir gætu fylgzt með og síður væri hægt að beita brögðum. — Lítil saga gefur nokkra hugmynd um, hvernig mönnum gat orðið innanbrjósts í kofnafari. Hún gerðist á þeim tímum, er bændur héldu enn vinnu- menn, og þeir settu metnað sinn í það að skila nokkru dags- verki að kvöldi. — Það var í lok kofnafars. Tvo vinnumenn, er talizt höfðu á allt kofnafarið, henti það óhapp síðasta daginn, sem þeir unnu að kofnatekjunni, að festa saman goggana, sem þeir voru að nota, því samgangur var í bal- anum. Báðir toguðu i af afli og töluðu máske eitthvað ljótt, en hvorugur vildi gefa eftir. En af því að þeir voru líkir að kröftum og aðstaðan við þennan „reipdrátt“ óhæg, þá gekk ekkert, og enduðu þessar stimpingar á því, að þessir þreyttu kofnamenn sofnuðu báðir á balanum og sváfu svefni hinna réttlátu meðan félagar þeirra kláruðu að taka eyjuna, sem þeir voru í. — Þegar þeir svo vöknuðu, var kofnafarinu lokið, og varð þá vitanlega engu um þokað um kofnatekjuna. Þannig endaði sá kappleikur. Varð svo gaman og gott úr öllu saman. Kofnatekja, eins og hún tíðkaðist í Breiðafjarðareyjum um langan aldur — allt fram um 1920 -—■ og hér hefur lítillega verið lýst, er nú að mestu úr sögunni. Valda því að sjálf- sögðu breyttir atvinnuhættir og svo fólksfæð. Og svo hafa

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.