Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 84

Andvari - 01.01.1949, Side 84
ANDVARI Alþýðumenntun o<>' skólamál á íslandi á 18. öld. Eftir Þorkel Jóhannesson. Á öndverðri 18. öld voru engir skólar hér á landi aðrir en stólsskólarnir tveir. Um barna-, unglinga- og' alþýðufræðslu var engin skipan gerð, nema um kristindómsfræðsluna al- mennt, og það sem vannst á um bóldega kunnáttu allrar al- þýðu var henni nátengt. Fram til þessa höfðu prestarnir að vísu frætt börnin, sem kallað var, þ. e. þeir áttu að ganga úr skugga um, að þau lærðu barnalærdóm Lúthers, með iðu- lcgri upprifjan hans í kirkjunni og eftirgrennslan í heima- húsum, samkvæmt konungsboði frá 22. marz 1635. En hér var yfirleitt aðeins uin að ræða þululærdóm á fræðunum einum saman, og vísast var boði þessu misjafnlega fram fylgt. Þótt hér sé vitnað til konungsboðs frá 1635 um skyldu prest- anna til þess að fræða safnaðarbörn sín, ber þetta engan veg- inn svo að skilja, að slik fræðsla væri þá nýmæli. í raun réttri hafði það jafnan verið ætlunarverk klerka í iútherskum sið og m. a. stranglega boðið af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni, skömmu eftir að hann tók við stjórn Hólastóls 1573 — og valalaust fór liinu sama fram í Skálholtsbiskupsdæmi —, að prestar kenndu börnum að lesa og svo fræðin. En kunnátta um þetta var gerð að skilyrði fyrir sjálfri altarisgöngunni, svo að hér var ekki lítið í húfi, ef út af bar. Örðugleikarnir á þessari fræðslu prestanna voru þó efalaust miklir og hætt við, að þvílík boð og framkvæmd þeirra koðnaði niður í deyfð og áhugaleysi, ef eigi var af því meiri árvekni eftir því gengið, að störf þessi væru rækt sem skyldi. Víst er um það, að kunn- áttu manna um bókleg fræði fór lítt fram. Þannig töldu bisk- uparnir, Jón Vídalin og Steinn Jónsson, árið 1717 í bréfi til

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.