Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 90

Andvari - 01.01.1949, Side 90
86 Þorkell Jóhannesson ANDVARI til árekstra og jafnvel öngþveitis. Jóni má þakka það, að þessi merkilega og að mörgu árangursríka för var farin. Þekking hans á málunum, athuganir og tillögur urðu hér að hinu mesta liði. En Harboe og mannkostum hans var það efalaust mest að þakka, hver árangurinn varð. í bréfi konungs til kirkjustjórnarráðsins 1. apríl 1741 eru einkum fram dregin þrjú atriði, er kirkjustjórnarráðið taldi, að kippa þyrfti i lag á íslandi. Er þar fyrst að nefna menntun skólakennara og presta. í öðru lagi séu skólarnir háðir biskup- unum um fjárreiður sínar og hagi aðra. 1 þriðja lagi séu guðs- orðabækur í svo háu verði, að hætt sé við, að almenningur geti ekki veitt sér þær. Erindisbréf Harboes er út gefið 15. júní 1741 og er mjög ýtarlegt, en eigi verður það rakið hér. Skal og ekki farið nánara út í það að lýsa sendiför þeirra Harboes og Jóns Þorkelssonar, en látið nægja að vísa til frá- sagnar um hana í VI. bindi Sögu íslendinga og enn fremur til ævisögu Jóns Þorkelssonar, er prentuð var 1910, hið fróð- lcgasta rit um þetta efni. Sendimennirnir komu út hingað á áliðnu sumri. 1741. Dvöldust þeir á Hólum til vors 1744 og ferðuðust um allt biskupsdæmið á þeim tíma, kynntu sér emb- ættisrelcstur prestanna, kunnáttu þeirra í þeim efnum, er að starfi þeirra lutu, og svo menntunarástand safnaðarmanna, einkum um andleg efni. Þá lögðu þeir sérstaka alúð við allt, er þeim virtist horfa til umbóta í Hólaskóla, hæði um kennsl- una sjálfa og önnur kjör pilta. í Skálholtsbiskupsdæmi dvöld- ust þeir síðan rúmt ár og störfuðu þar með sama hætti, eftir því sem þeim vannst tími til, unz þeir fóru utan í ágúst 1745. Höfðu þeir þá dvalizt hér rétt fjögur ár. Rannsókn Harboes leiddi í ljós, að gagnrýni Jóns Þorkels- sonar á skólahögum landsins var á fullum rökum reist. Til- liögun námsins, bókakosti og aðbúnaði kennara og nemenda í stólsskólunum var í ýmsu ábótavant og um sumt svo bág- lega farið, að vekur undrun manna nú á dögum. Sumt sem aflaga fór mátti reyndar lagfæra fremur auðveldlega, svo sem námstilhögun, og að vísu var allmikil bót á þessu ráðin með tilskipun um latínuskólana frá 3. maí 1743. Enn fremur varð

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.