Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 91

Andvari - 01.01.1949, Side 91
andvahi Alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld 87 nokkurt gagn að reglugerð um skólana frá 10. júní 1746, um skólabrag og aðbúnað í skólunum, viðurgerning pilta o. s. frv. Kn þó brast hér jafnan mikið á, og reyndist ókleift að koma húsnæðismálum skólanna og skólavistinni í sómasamlegt horf, nieðan stólsskólarnir störfuðu, og ekki tók betra við á Hóla- velli, meðan sltólinn var þar. í síðara hluta VI. bindis Sögu íslendinga eru nokkur dæmi til færð um það, hversu þessu var farið upp úr miðri öldinni, þrátt fyrir ráðstafanir þær, sem þá höfðu nýlega gerðar verið til umbóta. Sltal það eklci frekara rætt hér. En þrátt fyrir allt mun rétt að telja, að framför hafi orðið um nám presta hér á landi á síðara hluta aldarinnar og hafi þeir yfirleitt verið betur undir það búnir en áður að sinna fræðarastarfi meðal sóknarmanna sinna. Hér studdi það til, að til skólanna völdust um þetta bil ágætir forstöðumenn, þeir Bjarni Jónsson í Skálholti og Hálfdán Ein- arsson á Hólum, en biskuparnir lengstum á þessu tímabili áhugasamir um lærdómsefni, þeir Gísli Magnússon á Hólum °g Finnur Jónsson og síðar Hannes Finnsson í Skáholti. Að- sókn íslenzkra námsmanna að háskólanum í Iíaupmannahöfn ber og vott um vaxanda áhuga á menntun og lærdómi, en á árunum 1740—1780 Ijúka 50 íslendingar háskólaprófi í guð- íræði og 30 í lögfræði. Eru þá ótaldir þeir stúdentar, er stund- aðu háskólanám um lengra eða skemmra tíma, en luku ekki prófi. Það mun því ekki ofmælt, að þjóðin hafi átt á að skipa Heiri vel lærðum mönnum á síðara hluta 18. aldar en oftast oður, betur menntaðri prestastétt og áhugasamari um bók- leg fræði, enda hnigu áhrif tímans í þá átt, og helzt þetta vel v,ð fram um lolc þess tímabils, sem hér ræðir um. Umbætur þær, er þeir Harboe og Jón Þorkelsson hófu uni œðri menntun í landinu, báru því efalaust þrátt fyrir allt góð- an árangur. Hins vegar fékkst engin niðurstaða af bollalegg- ingum þeim og ráðagerðum, er frammi voru hafðar, um stofnun barnaskóla. Er augljóst, að 1 því máli gáfust þeir Harboe algerlega upp við svo búið og sáu þess engan kost að koina fram lagaboðum um barnaskóla. Úrræði þeirra í þessu efni var ofur einfalt og reyndar ekki nýtt. Heimilin skyldu

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.