Andvari - 01.01.1949, Side 93
andvaiu
Alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld
8!)
margbreyltan kost prentaðra bólca að ræða. En þess ber að
gseta, að hér nægir ekki að líta eingöngu til prentaðra bólca
og bókakosts manna undir þá grein. Vér vitum, að afar mikið
var þá til i landinu af kandritum, og þessi handrit, sum afar
forn, voru ekki neinir stássgripir. Þau voru notuð þessi hand-
rit, lesin og afskrifuð. Og þótt dæmi séu til frá 17. öld um
hirðulauslega meðferð handrita, einkum torlesinna skinnhand-
rita, er afskrifuð höfðu verið, eru hin miklu fleiri, er vitna um,
að alúð var á lögð að varðveita slíka gripi. Og líkast til voru
handritin meira notuð og lesin en hinar prentuðu bækur, þorri
þeirra. Prentverkið var einokað að kalla mátti í þarfir kirkj-
unnar, en slíkt sakaði ekki svo mjög hinar þjóðlegu bók-
menntir. Landsmenn voru að fornri venju alls ekki háðir
prentsmiðjunni um bókakost sinn. Mætti um þetta taka dæmi
af rímunum, vinsælustu og alþýðlegustu bókmenntagrein
þjóðarinnar. Ekki verður séð, að það hafi háð þeim neitt, þótt
ekki væru hér rímur prentaðar fyrr en á síðustu áratugum 18.
oldar, að frátöldum biblíurímum; en afdrif biblíurímnanna
vitna raunar bezt um vanmátt hins prentaða máls um langa
hríð gagnvart hinum þjóðlegu, skrifuðu bókmenntum. Þjóðin
otti jafnan nógar rímur í handritum, las þær og lærði. Svo var
°g um sögur og ýmis forn fræði. Á síðara hluta 17. aldar
er byrjað að safna hér handritum í þeim tilgangi að senda
þau úr Iandi, og með byrjun 18. aldar verður þessi smölun
°g ótflutningur handritanna með skipulögðum hætti svo um-
svifamikill, að í mörgum greinum heldur við auðn. Um sama
leyti gerir hér ægilega drepsótt, er kippir burtu um þriðjungi
landsfólksins. Samfara þessu er hið mesta harðæri um langt
skeið, og þar á oi'an bætist spillt og agasamt stjórnarfar. Þarf
naumast að furða sig á því, þótt heldur dvínaði áhugi manna
om bókleg fræði við þvílíka atburði. Og þegar alls þessa er
gætt, mætti lýsing biskupanna frá 1717 virðast sannlegri, en
hun á þó að vísu aðeins við um fyrstu áratugi 1S. aldarinnar.
Samkvæmt skýrslum Harboes um lestrarkunnáttu lands-
manna almennt og menntunarástand prestanna var víða all-
111 jög ábótavant um þessi efni. Að því er lestrarkunnáttu