Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 10
2
Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaöur. lAndvari.
Jakob, er báðir komu til íslands og juku þar kyn
sitt; kölluðu þeir bræður sig Havsleen, en hvaðan
það nafn er komið, eða livers vegna þeir tóku það,
þar sem þeir þó áttu annað kenningarnafn, er ó-
kunnugt. Due Havsteen var kvongaður Doroteu, sj'st-
ur Marenar, konu Jakobs. Sonur þeirra var N. Chr.
Havsteen, er lengi rak verzlun í Reykjavík á síðustu
öld, og seldi hana um 1880 J. P. T. Bryde, er átti
liana þangað til nú fyrir skemstu. Systir hans Jó-
hanna, átti Christian Zimsen, er lengi var verzlunar-
fulltrúi mágs síns, þeirra börn voru Christian Zim-
sen konsúl, faðir Knúts borgarstjóra og þeirra syst-
kina, og Lovisa kona Guðbrands Finnbogasonar kon-
súls, og er sá ættleggur nú orðin alveg innlendur.
Jakob Havsteen, bróðir Dua var fæddur 8. marz
1774, (eigi 1771 eins og víða er talið), og dó 2. marz
1829, 55 ára gamall; kom 13 ára gamall, 1787, til
íslands, og var við verzlun lijá móðurbróður sínum
í Hofsós, og eignaðist hana síðan. Hann var hinn
mesti dugnaðar og atorkumaður, og græddist vel fje,
enda þótti hann »þungur kaupmaður«, að því er
Espólín segir, »en vel var hann viti borinn og að
sjer um margt annað«. Hann eignaðist Drangey,
er Hólastólsjarðir voru seldar 1802, og gall fyrir
hana lítið verð, 40 bankoseðla, segir Gísli Konráðs-
son1); hafa þeir seðlar jafngilt 105 rdl. því það var
hæsta boð í eyna2). Hann keypti og alla Hofstorfuna,
og hafði bæði sjávarútveg mikinn og landbúnað, auk
verzlunarinnar. Ennfremur var hann langa tíð um-
boðsmaður Reynistaðarklauslursjarða, og gerðist af
1) Söguþættir bls. 140.
2) Lovsaml. for Island VI, bls. 560 n. m.