Andvari - 01.01.1916, Page 11
Andvarí.i Jóhannes Júlíus Havsteen amtraaöur.
3
öllu þessu velefnaður maður. Kona Jakobs hjet
Maren Jóhannsdóttir Birch; hún var fædd í Fredens-
borg á Sjálandi í febrúar 1776, og var faðir liennar
þá kaupmaður þar, en þegar hún var á öðru ári,
fluttist liún til Akureyrar með íoreldrum sínum.
Gerðist faðir hennar beykir þar, en andaðist ailung-
ur. Móðir hennar var Katrin einnig dönsk að ætt,
fædd i Kaupmannaliöfn 1742, dó á Hofsós 19. júní
1824. Katrín Birch giptist aptur Jörgen Holm, er
síðast var kaupmaður í Húsavík.
Þau Jakob Havsteen og kona lians giptust í
Hofsós 1796, var hún jafnan talin hin mikilhæfasta
kona. Um hana Segir Gísli Konráðsson1), að hún
hafi verið »ágæt mær, og allör af fje við snauða
menn« og var Gísli því fólki nákunnugur. Maren
Havsteen dó í Hofsós 3. ágúst 1843. Þau hjón áttu
mörg börn; einn sona þeirra var J. P. Havstein
amtmaður2), annar Niels kaupmaður í Hofsós, faðir
Chr. Havsteen kaupstjóra, þriðji var Jóliann Gott-
Jred. Dætur þeirra voru Katrín kona Pórarins í
Skjaldarvík, Stefánssonar amtmanns, Elin kona Lár-
usar sýslumanns í Enni, bróður Þórarins; einkadóttir
þeirra var Maren kona Jóhannesar sýslumanns Guð-
mundssonar, og móðir Jóhannesar bæjarfógeta á Seyð-
isfirði. Karen var hin þriðja, hana átli Jakob Holm
verzlunarstjóri á Skagaslrönd, og lleiri voru þær
systur, þótt eigi sjeu þær hjer taldar.
Jóhann Gott/red Havsteen var fæddur í Hofsós 3.
mar/ 1804. Ilann sigldi ungur til Kaupmannahafnar,
1) Söguþætlir bls. 138.
2) Hann er alt af talinn fæddur 16. janúar. Kirkju-
bókin, þá er hann fæddist, er nú eigi lengur til, en við
fermingu er hann talinn fæddur 17. febrúar.
1