Andvari - 01.01.1916, Page 12
4
Jóhannes Júlíus Ilavstccn amtmaður. Andvari.i
og nam þar trjesmíði. Þar dvaldi hann alls 10 ár,
þá fór liann upp til íslands, og tók fyrsl að sjer for-
stöðu verzlunar móður sinnar, er þá var orðin ekkja.
Þann 11. sept. 1835 gekk hann að eiga Sophiu Jaco-
binu Thyrrestrup, kaupmannsdóttur á Akureyri; voru
foreldrar liennar Christen Knud Thyrrestrup, og kona
hans 'Edele Eleonora fædd Topp. Thyrrestrup var frá
Álahorg á Jótlandi, f. 1779, nam beykisiðn, og flultist
til Kaupmannaliafnar 1802, kvongaðist þar fyrnefndri
Eleonoru, er var kaupmannsdóltir; fór nokkrum ár-
um síðan til íslands, og seltist að á Reykjarfirði, og
rak þar' verzlun og sjávarútveg lil 1818, þá keypti
hann verzlun Lynges á Akureyri. Þau hjón áttu þrjár
dætur. Hjet elsta dóltirin Gerlrud og giptist Magnúsi
Thorarensen á Eyrarlandi, hróður þeirra Lárusar og
Þórarins, sem fyr voru nefndir; ein dóttir þeirra
Magnúsar var Jacobina, kona Daníels prófasts Haldórs-
sonar á Hólmutn, og móðir Haldórs yíirdómara, og
þeirra systkina. Sophía Jacobína var ýngst þeirra
systra, og fædd á Reykjaríirði 12. apríl 1814. For-
eldrar hennar dóu á Akureyri, faðir hennar 25. apríl
1853, og móðir 25. nóvbr. 1834.
Arið 1837 ílultu liin ungu hjón sig frá Hofsós
lil Akureyrar, og tók þá Jóliann Havsteen við verzl-
un tengdaföður síns, og rak hana fyrir hann til 1853,
en upp frá því og til ársins 1874 fyrir sjálfan sig,
og altaf í sötnu húsununt. Gekk verzlunin lengi vel,
því hún var rekin með miklum dugnaði og forsjá,
eji á síðari árum tók að dofna yfir henni, svo að
J. G. Havsleen varð loks að láta hana af liendi. Þau
hjón voru mjög mikils melin og orðlögð fyrir gestrisni,
örlæti og hjálpsemi við fátæklinga. Þau áttu 13 börn
alls, en urðu fyrir því þunga mótlæti að missa, svo