Andvari - 01.01.1916, Side 13
jAiulvari.
Jóhannes Július Havsteen amtmaöur.
5
að segja i einu, 4 börn uppkomin 1861—’62 úr háls-
veiki, og nokkrum árum síðar mjög efnilegan, fullorð-
inn son, Christen að nafni. Þrjú börn þeirra eru enn
á liíi, Jacob Valdemar elatsráð og konsul á Oddeyri1);
Nielsina ekkja Jensen verzlunarmanns á Akureyri, og
Sophia kona Þorgríms Johnsen, fyrrum hjeraðslækn-
is á Akureyri. Jóhann Havsteen andaðist 30. janúar
1884, en Sophia kona hans 1. ágúst 1881.
Fjórða barn þessara hjóna var Jóhannes Július
Ilavsteen, er nú skal nokkuð gjör frá sagt. Hann var
tæddur á Akureyri 13. ágúst 1839, og ólst þar upp
með foreldrum sínum, og kann jeg lítið frá uppvexti
hans að segja. Akureyri var þá örlítill verzlunarbær,
þrjár verzlanir, og nokkur hús suður í Fjörunni, og
einstaka hús í Gilinu, ekkert hús á Oddeyri, enda
hún þá ekki lögð undir Akureyri. Enginn var barna-
skóli þar, presturinn búsettur á ftrafnagili, og.
þangað var messu að sækja. Þau Havsleenshjón<
munu því hafa haft húskennara þangað til barna-
kensla hófsl þar. Snemma bar á því, að Júlíus væri
vel hagur og hneigður tyrir smíðar, og liefur hann
erft það frá föður sínum, sem þótti ágætur smiður
einkuin á fínt smíði, en jafnframt var hann þó mjög
hneigður lil lærdóms. Mun það um liríð liaía verið
vafasamt, hverja leið hann skyldi ganga, en þó varð
það úr, að hann skyldi ganga mentaveginn. Sigurð-
ur L. Jónasson, síðar forseti bókmentafjelagsdeildar-
innar í Kaupmannahöfn, og skrifari í utanríkisstjórn-
inni, varð heimiliskennari hjá Havsteen sama árið og
hann var stúdent 1851, og kendi liann Júlíusi undir
1) Honum á jeg að þakka margar upplýsingar um
ættfólk hans.