Andvari - 01.01.1916, Side 14
6
Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður. lAndvarí.
skóla, og Jóhannes Haldórsson cand. theol. að nokkru
leyti. 14 vetra gamali gekk hann undir inntökupróf
í latínuskólanum, vorið 1853, og var síðan í skól-
anum venjulegan 6 ára tíma, og var hann venjulega
efstur í sínum bekk. Af sambekkingum hans má
helst nefna Eðvald Johnsen síðar lækni, voru þeir
jafnan saman alla þá stund, sem Júlíus var í Kaup-
mannahöfn, og aldavinir alla ævi. Arið 1859 útskrif-
aðist hann úr skólanum sem efstur, með mjög liárri
einkunn, 96 stigum; sýnir stúdentspróf hans'^bezt, hve
vel hann hefur rækt skólanám sitt; í sögu, lalnafræði,
rúmmálsl'ræði og náltúrufræði, fjekk hann ágætlega, en
dável í ölium hinum fræðigreinum, þar á meðal í
íslenzku, og var hann þó alinn upp á heimili, þar
sem danska var mest töluð, og i liálfdönskum bæ.
Saina sumarið, sem hann útskrifaðist, sigldi hann
til háskólans, og tók þar próf í heimspeki 26. júni
1860 með 1. einkunn; voru þá gefnar þrjár einkunnir í
því prófi, og hlaut hann 2- einkunn í forspjallsvísind-
um, en 1. einkunn í rökfræði og sálarfræði. Að því
búnu tók bann að nema lögfræði, og lók embættispróf
í þeiin vísindum, 7. júní 1866 með 2. aðaleinkun
(103 st.); hlaut aðeins laud í rómverskum rjetti og
»Encyclopædi«, en haud í hinum greinum. Eptir gáf-
um lians og undangengnum prófum, hefði máll búast
við því, að hann liefði leysl af hendi belra embættis-
próf, en raun varð á, en hvað því liefur valdið, er
mjer ókunnugt um, en svo mikið er víst, að eigi var
það óreglu eða annari úlsláttarsemi að kenna; líklega
hefur ókyrð sú, sem þá var í Danmörku, stríðið 1864
og sífeldar pólitískar deilur, dregið huga hans frá
bókinni, eins og opt hefur viljað til um margan góð-
an stúdent. Á þeim árum gekk líka mörgum íslenzk-