Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 16
8
Jóhannes Július Havsteen amtmaöur.
| Andvari.
og G árum eldri en amtmaður Havstein, er vikið
hafði verið frá embætti. Það var ein af þeim mörgu
óskiljanlegu ráðstöfunum stjórnarinnar um það leyti,
að skipa hann, svo gamlan í amtmannsembætti, þar
sem þó var völ á mörgum efnilegum lögfræðingum
í það, en þess skal þó getið, að langfærasti maður-
inn þá, þeirra á meðal, Magnús Stephensen, síðar
landshöfðingi, álti kost á embættinu, en vildi ekki.
Christianson var í rauninn aldrei fær um að gegna
amlmannsembættinu, svo vel færi, og enn ófærari varð
hann þó, eptir að aldur færðist enn meir yfir hann,
og einkum eptir brunann á Friðriksgáfu 1874, sem
fjekk afar mikið á hann, sem eðlilegt var, svo gaml-
an mann. Ofan á aðgerðaleysi og athafnaleysi amt-
manns vegna sljóleika lians, bættist svo það, að hann
hafði, að minsta kosti með köflum, hálf Ijelega skrifara.
Af þessu leiddi, að allar embættisafgreiðslur fóru í
mesta ólagi, sem hægt er að sanna, hvenær sem vill,
að alt eptirlit með embættismönnum var gersamlega
vanrækt, og ýms mál lágu óafgreidd tímum saman,
og hrúguðust upp. Embættið var því í mesta ólestri,
er Júlíus Havsteen tók við því.
Að þýðing amtmannsembættisins hafði þá mjög
rýrnað, er Júlíus Havsteen tók við, var aptur á móti
á engan hátt amtmanni Christianson að kenna, held-
ur var það breyttum hugsunarhætti að kenna, og
þeim afleiðingum, sem hann hafði í för með sjer.
Skoðanir manna hneigðust þá, eins og lengi þar eptir,
að því að llytja alla æðstu stjórn landsins saman
(Centralisation), og það var að nokkru leyli gjörl,
þegar landshöfðingjadæmið var stofnað 1873, en
það atvik dró harla mikið úr þýðingu amtmanns-
embætlanna, eins og síðar mun að vikið, en að fullu