Andvari - 01.01.1916, Side 17
(Andvari.
Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður.
9
og öllu var það gert, þegar innlendur ráðherra var
skipaður 1904, og stjórnarráðið sett á stofn, enda
var hin helsta atleiðing þess og fyrsta sú, að amt-
mannsembættin voru lögð alveg niður.
Amtmannsembættið á íslandi er stofnað árið 1688,
og var i fyrstu aðeins einn amtmaður ytir öllu landinu,
sem sat á Bessastöðum; með tilsk. 15. mai 1770 var
landinu skipt í tvö ömt, og álli stiptamtmaðurinn jafn-
framt að gegna suður- og vestur-amtinu, en hinn norð-
ur-og austur-amtinu; átti hann auðvitað að vera bú-
settur í umdæmi sínu, en amtmaðurinn sem þá var,
Ólafur Stephensen skaut sjer undan því, og varð það
til þess, að hann var leystur frá embætti og Stefán
Þórarinsson skipaður i hans slað, með embæltissetri
á Möðruvöllum í Hörgárdal, og má telja hann í eig-
inlegum skilningi fyrsta amtmann norðanlands;
1787 var sjerstakur amtmaður skipaður í vesturamt-
inu, en stiptamtmaður var jafnframt amtmaður í
suðuramtinu. Hjelst þessi skipting til 1873, þá voru
þessi tvö ömt aplur sameinuð, og var Júlíus Havsteen
síðasti amtmaður í háðum þeim ömtum, og hann
einn, að Ólafi Stephensen undanskildum, hefur Iluzt
úr einu amtmannsembælti í annað
Ef vjer nú virðum fyrir oss þau störf, sem amt-
manni voru á hendur falin1), þá eru þau næsta yfir-
gripsmikil og þýðingarmikil. Hann á að sjá um, að
engin af rjettindum krúnunnar tapist, að vera land-
fógeta hjálplegur með innheimtu á afgjöldum kon-
ungsjarðanna og hafa síðasta orð um byggingarráð
þeirra, að sjá um að lögunum sje vandlega hlýtt,
1) Sjá erindisbrjef fyrir Stefán amtmann 19. júni 1783,
I.ovsaml. for Island IV, bls. 729—40.