Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 18
10
Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaðnr. lAndvari.
að birta öll lög og lilskipanir, að hafa strangt eptir-
lit með rjettvísinni í sínu amti, og með embættis-
mönnum, skoða bækur þeirra og athuga, hvort þær
sjeu rjelt og reglulega færðar, að rannsaka ástand
kirkna, spítala og sveitarsjóða, og þar með fylgdi
úrskurðarvald í öllum fátækra- og sveitamáiefnum,
að hafa nákvæmt eptirlit með verzluninni og athuga,
að útlendar vörur sjeu eigi ofdj'rt seldar, — það varð
þýðingarlaust síðar —, að innsenda bænarskrár og
gefa skýrslur um ástandið í ömtum sínum og loks
að ferðast árlega um, og athuga svo að segja alt í
umdæmum sínum, skýra stjórninni frá, hvað áhóta-
vant væri, og koma fram með tillögur um umbætur á
því. Á þessar ferðir leggur stjórnin afarmikla áherzlu,
og endurlekur það sí og æ, hve afarnauðsynlegar þær
sjeu. Auk þess höfðu þeir vald lil að selja emhættis-
menn afum stundarsakir, og setja embættismenn íþeirra
stað og sömuleiðis, ef embætli losnaði af öðrum ástæð-
um. Þeir skipuðu fyrir um rannsókn og höfðun saka-
mála, og hvort una skyldi við dóm í þeim málum, eða
áfrýja skyldi lil æðri rjettar; þeir höfðu úrskurðarvald
í lögreglumálum, og í fáum orðum, gæzla rjettvís-
innar var alveg í þeirra liöndum. I þessum verka-
hring sínum voru amtmennirnir alveg óháðir öllu
innlendu valdi. Þeir stóðu heint undir cancellii og
rentukammeri, skrifuðu þangað heina leið, og fengu
þaðan beinar fyrirskipanir. Meðan samgöngur við
Danmörku voru ógreiðar, og þær komust fyrst í við-
unandi horf, að því er norðurland snerti, litlu áður
en Júlíus amtmaður tók við embætti, mátti það því
lieita, að amtmaður væri einvaldur í sínu umdæmi;
auðvitað átti hann að standa stjórninni í Danmörku
reikningsskap ráðsmensku sinnar, en væri það dug-