Andvari - 01.01.1916, Side 19
Andvari | Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður.
11
legur amtmaður, sem i lilut átti, er kunni að skrifa
röksamlega fjrrir sig, þá var sá reikningsskapur mjög
ljettur, og er það alkunnugt, að ýmsir amtmenn, svo
sem Stefán Þórariusson og Bjarni Þorsteinsson höfðu
mikinn byr utanlands. Að amtmennirnir hafi eigi
verið neinum háðir hjer á landi, sjerslaklega ekki
stiptamtmanni, er berlega tekið fram í rentuk.brjefi
11. júní 17911). Að öðru leyti verður ekki sagt,annað
en að amtmennirnir færu heldur vel með vald sitt,
flestir, eða allir, að Grími amtmanni undanskildum.
Þetla verksvið amtmannanna stóð óhaggað þangað
til 1873, er landshöfðingjadæmið var selt á stofn. Þá
fjellu mörg þýðingarmikil mál frá amlmönnum til
hans, til endilegs úrskurðar, þeir urðu undir hann
gefnir og mistu þannig alveg sjálfstæði sitt; í mörg-
um málum gerðu þeir elckert annað, en tilkynna
sýslumönnum og öðrum hrjef og úrskurði lands-
höfðingja, og afgreiða til hans brjef frá þeim, enda
tóku þá þegar að heyrast raddir um, að afnema liæri
amtmannaembættin. Að vísu kom tillaga fyrst fram
um það á alþingi 1847, og að verja launum þeirra til
póstgangna, en þeirri tillögu var enginn gaumur gef-
inn. Slofnun landshöfðingjadæmisins var þvi um leið
rothögg á amtmannaembættin. Þó fengu amtmenn
um þetta sama leyti, með sveilarstjórnarlögunum 1872,
nýtt verksvið, sem forsetar amtsráðanna, og var þar
mikið starf lagt í hendur amtmanna, svo að það í
rauninni voru meiri umsvif því fjdgjandi, lieldur en
þeim störfum, er þeir höfðu mist.
Þess var nýlega minst, að þegar komið var fram
yfir 1870, hefðu farið að heyrast raddir um, að amt-
1) Lovsaml. lor Island V B, bls. 725.