Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 21
jAndvari. Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður.
13
fram og samþykti neðri deildin tillögu í þá átt, að
skora á ráðherrann, að veita ekki amtmannsembætt-
ið í n.- og austuramtinu, er þá var lausl, og enn á
þinginu 1883 var málinu hreyft; kom það fram í
frumvarpsformi, og fór í þá átt að afnema alveg
amtmannaembællin og stofna fjögur fjórðungsráð í
stað amlsráðanna. Frumvarpið var samþykt sem lög
frá alþingi, en stjórnin neitaði staðfestingar á því,
og til þess að sýna, að henni væri alvara með, að
taka ekki tillit til vilja alþingis í þessu máli, var
Júiíusi Havsteen veitt embættið 7. mai 1884, og þar
með var því máli lokið um sinn.
Þegar Havsteen tók við amtmannsembættinu
1881 var bann maður á bezta aldri, með fullu starfs-
þreki, og auk þess þaulkunnugur öllum þeim störf-
um, er embætli hans voru samfara, bæði frá þeim
tíma, er bann hafði verið amtsfulltrúi í Holbæk, og
eigi sízt vegna sinnar löngu veru í stjórnarráðinu.
Hann var því eigi lengi að kippa því í lag, sem á-
bótavant var, er lianri tók við, og má í einu orði
segja það, að hann lagði hina mestu alúð á að rækja
embætti sitt sem bezt; aldrei kom það fyrir, að stæði
á svari upp á málaleitanir bjá honum, væri bann
heilbrigður. Jafnskjótt og póstur var kominn, settist
hann niður, til að afgreiða málefni þan, er bonum
liafði þá borist, svo að hann var opt búinn að því,
löngu áður en póstur fór aptur. Allar afgreiðslur
vandaði hann sem bezt liann kunni, en var opt full-
langorður; sj'nir það, að honum liefur ekki verið um
það eitt að gera, að koma afgreiðslunni af.
Hann var mæta vel að sjer í öllum þeim lög-
um, er sjerstaklega snertu embætti hans; allan þann
feikna grúa af cancellibrjefum, rentukammerbrjefum