Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 22
14
Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður. lAndvari.
o. s. frv., er snertu að einhverju leyti embæltið, hafði
hann jafnan á reiðum höndum, og vitnaði í þau, og
hygg jeg, að enginn af samtíða lögfræðingum þessa
lands, hafi komizt nokkuð til jafns við hann i þekk-
ingu á slíkum stjórnvaldabrjefum.
Eitt er það, sem danska stjórnin sí og æ er að
brýna fyrir amtmönnunum, eins og fyr er getið, er
að ferðast, til þess að liafa eptirlit með embættis-
mönnum, og kynna sjer alt ástandið, því skýrslur
um það ljet stjórnin sjer einkar ant um að fá. Þetta
embættisstarf silt rækti Havsteen ágætlega, og betur
heldur en formenn hans, ef marka iná það, sem sagt
var á alþingi 1883, að þá hefði enginn amtmaður
sjezt í Múlasýslum í 50 ár. Hvert sumar, að minsla
kosti meðan hann var amtmaður fyrir norðan, fór
hann embæltisferðir, skoðaði hjá sýslumönnum og
umboðsmönnum. það reyndist líka svo, að fyrstu
árin, sem hann fór slíkar eptirlitsferðir, var engin
vanþörf á þeim, víðast í ömtum hans. Auk þess var
hann jafnan reiðubúinn að áminna þá, ef honum
þótti eitthvað aílaga fara. Slíkar ferðir hafa ýmsir
hugsunarlitlir, eða vitgrannir menn menn álilið þýTð-
ingarlausar — eða lillar, en það liggur þó í auguin
uppi, að svo er langl frá. Það er nauðsynlegt að
landsstjórnin hafi sem nákvæmasta þekkingu á land-
inu sjálfu, mönnunum, sem það byggja, og málum
þeim, er þeir bera fyrir brjósti. Það var því eðlilegt,
að úllend stjórn, sem varð að skoða alt með ann-
ara augum, heimtaði það, að þessi augu sæju alt
sem bezt.
Annað starf amtmanna vil jeg enn minnast lítið
á sjerstaklega, enda mátti telja það eitthvert þýðing-
armesta starf þeirra, eptir að landshöfðingjadæmið