Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 27
Andvari.] Jóhannes Júlíus Ilavsteen amtmaður.
19
þó seintalaður, aldrei talaði hann langt mál, og stór-
inálin, svo sem stjórnarskrármálið ljet hann alveg
liggja. Ekki gerðist hann ílutningsmaður neins máls,
fyr en síðuslu ár sín, kom það til af tvennu, að
liann var enginn hugsjónamaður, svo sem fyr er
drepið á, en þó einkum af því, að liann liafði þá
skoðun, að konungkjörnir þingmenn ættu ekki að
koma fram með nýmæli á þinginu. En opt var hann
framsögumaður mála á þinginu, og fórst það vel,
enda bjó hann sig undir það með venjulegri vand-
virkni. Einu sinni var hann meira að segja titl-
aður framsögumaður y/i/fjárlaganefndar, sem ann-
ars er alveg óþekt hugtak; það var á þingi 1889, og
af því að þá kom fyrir atvik, sem er alveg einstakt
í þingsögu vorri, og Júlíus Havsteen var mjög við
það atvik riðinn, og liann átti þá í allmiklu stíma-
braki, þykir rjelt að drepa nákvæmar á það, og það
því fremur, sem það mun mörgum nú mjög úr minni
liðið.
Þá var efri deild skipuð 11 mönnum, auk for-
seta. Fjárlagnefnd var þá eins og nú skipuð 5 mönn-
um. Væru þeir nú allir sammála nefndarmennirnir,
mátli ganga að því visu, að allar eða llestar tillögur
þeirra næðu fram að ganga, því að ekki þurfti nema
einn þingmann í viðbót. Nú brá svo undarlega við
á þessu þingi 1889, að nálega allar breytingar nefndar-
innar voru feldar við 2. umr.1) Þetta stafaði af því
að þeir 6 þingmenn, sem ekki voru í nefndinni gerðu
samtök sín á milli, aðallega út af tillögum nefndar-
innar um framlög til búnaðarskólanna, er þeim þótti
of naum, og var talið að amlmaður Havsteen liefði
1) Alþ.líð. 1889 A. bls. 702 og bls. 721—22.
2*