Andvari - 01.01.1916, Page 29
Andvari.i Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður.
21
en þó urðu dálitlar orðalinippingar milli þeirra
»framsögumannanna« í endalok umræðanna. I þessu
sambandi vil jeg þó taka það fram, að þeir Jón Ólafs-
son vor alúðarvinir allajafna, eins og Ijóst kom fram
í minningu þeirri, er Jón skrifaði um amtmann látinn.
Havsteen amtmaður var forseti efri deildar bæði
1905 og 1907, eins og fyr er sagt; þessvegna var það
eðlilegt, að hann í þingmannaförinni til Danmerkur
yrði nokkrum sinnum að halda ræðu fyrir hönd
þingsins, eins og optar hjer á landi og fórst honum
það allajafna mjög vel, og opt snildarlega, því tæki-
færisræður var honum mjög sýnt að halda. Um alda-
mótin var um það bil að koma ákveðin, föst póli-
tisk flokkaskipun í þinginu og gekk þá Havsteen í
Heimastjórnarllokkinn, og var jafnan í honum síðan,
og allajafna hinn dyggasti ílokksmaður; var honum
illa við alla riðlun í flokknum, einkum þá, sem hófst
undir ársíok 1912, og talsvert dreifði flokknum siðan.
í bæjarstjórn Akureyrar álti hann um langt
skeið sæti, og ræður að líkindum, að hann með
sinni miklu þekkingu á öllum sveitarmálum hafi
verið til þess starfa einkar vel fallinn, og gegnir í
rauninni furðu, að hann skyldi eigi verða fyrir kjöri
í bæjarstjórn Reykjavíkur, ekki betur en hún hefur
opt og einatt verið skipuð, en það stafar mikið af
því, að kosningar þar hafa í mörg ár verið póli-
tiskar. þó slíkt sje eða ætti að vera alveg utilokað.
Við ritstörf fjekst Havsteen sama sem ekkert.
Honum var heldur ekki Ijett uin að rita; í emhætt-
isbrjefum var hann venjulega langorður, óþarllega
langorður opt og einatt, og það jafnvel í smámálum,
og slíll hans var fremur þunglamalegur, og bar greini-
legan keim af því, að hann hafði lengi vanist við