Andvari - 01.01.1916, Page 32
24
Jóliannes Július Havsteen amtmaöur. [Andvaii,
tvö börn, Helgu og Otto Jakob. Helga var fædd 3.
maí 1882, giptist H. Gad kaptein í sjóher Dana. Hún
andaðist barnlaus skömmu eptir andlát föður síns^
13. júlí 1915. Jakob er fæddur 7. júní 1884 og er
nú sölu-umboðsmaður í Reykjavik, kvongaður Jo-
hanne dóttur málfærzlumanns Möllers í Randers, er
hún fædd 29. jan 1884; þau bjón eiga 3 börn.
Eins og ræður að líkindum var amtmaður Hav-
steen sæmdur ýmsum tignarmerkjum. 24. febr. 1887
varð hann riddari dannebrogsorðunnar; 12. sept. 1894
dannebrogsmaður; 30. janúar 1902 kommandör af 2.
stigi og 1. ágúst 1904, er liann ijet af amtmannsem-
bætti, varð hann kommandör a.f fyrsla stigi. Auk
þess fjekk hann árið 1902 franska orðu »officier de
l’Instruction publicv (gullpálmana).
Júlíus amtmaður hafði verið meira og minna
lasinn allan síðasta veturinn, sem hann lifði, um
vorið gekk kvefsótt, sem hann varð þunglega
haldinn af, og leiddi hann til bana, aðfaranótt 3. maí
1915. Hann hafði mælt svo fyrir, að lík sitt skyldi
brent, og var það því ílutt utan með Botniu 7. maí
og brent í Kaupmannahöfn.
Með honum hnje i valinn síðasti amtmaðurinn
á íslandi.