Andvari - 01.01.1916, Page 33
Andvari.]
Um
veðráttu og landkosti á íslandi
í fornöld o. fl.
Eftir
Porvald Thovoddsen.
Margir fræðimenn, sem ritað hafa um fornöld
íslands á útléndum tungum, liafa látið þá skoðun í
ljósi, að veðráttufar og árferði á íslandi hljóti að
hafa verið miklum mun betra í fornöld en nú, og
svipuðum skoðunum bregður stundum fyrir hjá alþýðu-
mönnum á íslandi. Færa menn ýms rök og líkindi
til að svo hafi verið, og segja að andleg og verkleg
menning fornmanna hefði verið óhugsandi, nema
efnahagurinn hefði verið bærilegur og mikið betri en
seinna varð; þeim getur ekki skilist, að atvinnuvegir
hafi blómgast nema veðráttufarið hefði verið betra,
og ælla því, að árgæzka hafi verið almennari í forn-
öld en síðar, sjaldan komið hafís eða úáran, eldgos
og landskjálftar hafi látið ininna á sér bera o. s. frv.
Til stuðnings þessum skoðunum færa menn ýms rök,
er þeir byggja á sögunúm og öðrum fornum bókum.
Menn skírskota dl þess, sem sagt er um frjósemi ís-
lands og landkosti á landnámstíð, um skóga milli
fjalls og fjöru, um akuryrkju, um frjósemi penings í