Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 36
28
Um veðráttu og landkosti
[Andvarfc
fyrr nefnda tímabili. Vér skulum hér leiða hjá oss
hugleiðingar höfundarins um Grænland og önnurlönd,
en snúa okkur eingöngu að röksemdafærslu hans að
því er ísland snertir.
Það er satt að Landnáma og fornsögurnar geta
mjög sjaldan um hafísinn og fremur sjaldan um ár-
ferði, en við nánari athugun verður það augljóst,
að þetta er ekki þvi að kenna að hafísinn hafi vant-
að, heldur stafar það af hinu sérstaka eðli þessara
bókmennla. Eins og kunnugt er voru ílest hin fornu
íslenzku sagnarit fyrst færð í letur á 12.—13. öld,
tveim eða þrem öldum eftir að viðburðirnir gerðusl;
rithöfundarnir bygðu á munnlegum frásögnum, sein
haldist höfðu í ættunum, á þjóðsögum, kvæðum og
ættartölum. í þá daga geymdust nákvæmar frásagnir
um viðburðina miklu lengur í huga manna en síðar,
ekkert glapti fyrir, ekkert var lesið, samgöngurnar
voru tregar og sjaldgæfar, landið einangrað út úr
veröldinni, þó menn með liöppum og glöppum fengi
fregnir frá öðrum löndum. JÞess eðlilegra var að
sagnirnar um afreksvek forfeðranna festust vel í minnf
manna, það varð aðalskemtun í veizlum og á mann-
fundum að lilusta á sögur, sem smátt og smátt af
vananum og samkeppni hinna beztu sagnamanna,
fengu ísmeygilegt og fagurt form, svo þær létu vel í
eyrum áheyrenda; auk þess hefir eflausl hin munn-
lega frásögn stutt að því að hreinsa og fága sögurn-
ar, því ýmsir af álieyrendum gátu bætt við eða
leiðrétt þær sagnir, sem snertu héruð þeirra eða ættir,
Alt fyrir þelta var varla við að búast að dagsdagiegir
viðburðir eins og hafísrek og árferði geymdist í hug-
uin manna 2 eða 3 aldir nema þegar eitthvað keyrði
úr hófi, eða þegar árferði og veðrátta á einhvern