Andvari - 01.01.1916, Side 37
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
29
hátt var nátengl atburðum, sem orðið höfðu minnis-
stæðir. Það var altof hversdagslegt fyrir sögumenn-
ina, að fara upp úr þurru, að segja almenn tiðindi
um hafís og árferði, slíkt var öiium svo kunnugt,
að það var ekki í frásögur færandi. Þrátt fyrir þetta
má þó úr sögunum tína saman allmikinn fjölda af
dæmum um veðráttufar og árferði, sem eru fullkom-
in sönnun fyrir því, að veðráttufarið á gullöld hins
svokallaða þjóðveldis, hefir að engu verulegu verið
betra en síðar.
Hvað sérstaklega hafisinn snertir, þá er lians
mjög sjaldan getið, en nú vita allir, að harðindi og
fjárfellir sjaldan eða aldrei eiga sér stað á íslandi
nema hafísinn sé þeim samferða. og úr því getið er
um úáran og mannfelli af hallærum á landnáms-
og söguöldum, þá eru fullar líkur lil þess, að þá
hafi samtímis verið hafþök af ísum, sem ollað liafa
harðindunum, þó þeirra sé ekki sérstaklega getið;
þess þurfti heldur ekki, hver íslendingur þekkti þenna
vágest. Vér skulutn þá slulllega yfirfara fregnirnar
um liafísrek við ísland á fjórum fyrstu öldunum. —
Dicmlus munkur, sem ritaði 825, kveðst fyrir þrjá-
tigi árum liafa talað við klerka, sem dvalið höfðu á
Islandi frá því í byrjun febrúarmánaðar til byrjunar
ágústmánaðar, þeir sögðu engan ís við eyna »cn
þegar þeir sigldu norður á við eina dagleið, hittu
þeir frosinn sjó1®). Eflir þessu hefir á árinu 795
verið íslaust við strendur íslands, og það sem sagt
er um hafísröndina, að liún sé dagleiðar sigling frá
landinu, er víst mjög nærri lagi á íslausum árum.
I Landnámu er að eins einu sinni getið um hafís,
1) Landfræðissaga íslands I, bls. 7—8.