Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 38
30
Um veðráttu og landkosti
[Andvarí-
einmitt til þess að skýra, hvernig slóð á því að ís-
land fékk þetta nafn, annars mundi lians varla hafa
verið getið. Flóki Vilgerðarson settist (865) eins og
kunnugt er að í Valnsfirði við Barðaströnd: »Þá var
fjörðrinn fullr af veiðiskap, ok gáðu þeir eigi fyrir
veiðum at fá heyanna, ok dó alt kvikfé þeirra um
vetrinn. Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á
fjall eitt hátt, ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af
hafísum; því kölluðu þeir landit ísland, sem þat
hefir síðan heitittt1). Flóki hefir líklega gengið upp
á Hornatær (740—750 m.) og séð yfir Arnarfjörð og
vesturfirði og hafa þeir verið fullir af ís. Annars er
þess hvergi getið, að landnámsmenn hafi orðið fyrir
liindrunum af hafísum. Garðar sigldi kringum ís-
land og liafði vetrarsetu í Húsavík, og ekki er gelið
um að hann hafi séð ís. Naddodr kom í Reyð-
arfjörð eystra, líklega um mitt sumar, »ok er þeir
sigldu að landinu, féll snær mikill á fjöll, ok fyrir
þat kölluðu þeir landit Snæland«. Þetta getur bent
lil þess, að þá hafi hafís verið einhverstaðar nærri
landi. Alt fyrir þetta getur þó vel verið að hafísar
hafi við og við komið að landinu á landnámstið,,
en líka er liugsanlegt, að þá hafi verið kaíli íslausra
ára eins og oft hefir síðan komið fyrir l. d. 1841 —
1854, 1903—1910 og oftar. Óbeinlínis getur Land-
náma þó um hafísinn með því að nefna hvítabirni,
þeir koma ekki til íslands nema með hafísum, að
minsta kosti er ís mjög nærri þegar birnir ganga á
land. Ingimundur gamli fann (um 890) húna tvo
hvíta á Húnavalni og gaf Haraldi konungi hárfagra
dýrin, þá höfðu hvítabirnir aldrei fyrr sést í Noregi2)-
1) Landnánia 1891, I. kap. bls. 29.
2) Landnáma 1891, bls. 129. Vatnsdæla 1893, hls. 38-