Andvari - 01.01.1916, Side 39
Andvari.j
á íslandi í fornöld o. il.
31
Þá er einnig í Landnámu þjóðsaga um hvítabjörn á-
Sléllu. Arngeirr landnámsmaður og sonur hans Þor-
gils »gengu heiman í fjúki at leita fjár, ok kvámu
eigi heim; Oddur (annar sonur Arngeirs) fór at leita
þeirra ok fann þá báða örenda, ok hafði hvítabjörn
drepit þá, ok lá þá á pasti, er hann kom at. Oddr
drap björninn ok færði heim, ok segja menn hann
æti allan, ok kallaðist þá hefna föður síns, er hann
drap björninn, enn þá bróður síns, er hann át hann.
Oddr var síðar íllr ok ódæll við at eiga; hann var
hamrammr svá mjök, at hann gekk heimanúr Hraun-
höfn um kveldit, en kom um morgininn eflir í Þjórs-
árdal til liðs við systur sína, er Þjórsdælir vildu berja
grjóti í hek1). Hefir snemma skapast sú hugmynd,.
að kraftar og óhemjuskapur bjarndj'rsins festust hjá
þeim manni, sem át það, sérslaklega ef hann át
hjarlað; er sú trú enn algeng hjá villiþjóðum. ísleif-
ur biskup Gissurarson hafði með sér hvítabjörn á
suðurferð sinni og gaf hann Hinriki III. keisara og
þótti dýrið hin mesta gersemi2). í fjölda mörgum
íslen/.kum kirkjumáldögum er getið um hjarnarfeldi,
sem prestar stóðu á um messu á vetrardag sér til
hita, og hafa llestir þeirra eílaust verið af bjarndýr-
um, sem unnin hafa verið á íslandi, og komið hing-
að með ísum.
Á söguöldinni er hafís varla nefndur, eg hefi að
eins fundið hans getið í Eyrbyggju, þar er gelið um
harðan vetur líklega á árunum 1010—1012, þá kom
norðanhríð mikil á góu, er stóð í viku, »en er aflétti
hríðinni, sá menn, al hafíss var at kominn alt liit
1) Landnáma 1891, bls. 168-109.
2) biskupasögur I, bls. 61.