Andvari - 01.01.1916, Side 40
32
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
ytra, en þá var isinn eigi kominn inn í Bitruna;
fóru menn þá at kanna fjörur sínar®1). Á 12. öld
má varla heita, að getið sé um hafísa beinlínis, en
á 11. og 12. öld er við og við getið um harða vetur,
óáran og hallæri, sem eflaust hafa stafað af ísum,
sem þá hafa legið við landið þó þess sé eigi gelið.
Árið 1118 var harðæri mikið og þá braut mörg skip
við ísland og engin skip komust fyrir Mikkaels-
messu til Noregs, er ekki ólíklegt að liafísar hafi
verið valdir að því tjóni og tálmunum, Átið 1145
er getið um »is mikinn« án frekari alliugasemda,
1183 er kallað ófarasumar og fórst fjöldi skipa og
1197 var óöld mikil og ísalög. Á 13. öld fara ann-
álar fyrst að nefna hafísa, þeirra- er getið 6 sinnum
á þeirri öld, fyrst 1203, svo 1233, 1258, 1261, 1275,
1279 og er auðsjáanlega að eins getið um mestu is-
árin. Á 14. öld er hafíss getið 8 sinnum, tvisvar á
15. öld, en þá var nær ekkert rilað, 9 Sinnum á 16.
öld; úr því fer ísfregnunum mjög að fjölga, en full
vissa um öll isár fæst ekki fyrr en á 19. öld. En
árferðisskýrslur benda til þess að hafísar liafi á fyrri
öldum verið jafntiðir gestir að minsta kosti eins og á
19. öld, það er ekkert að marka hvað mikið eða
lítið hefir verið skráð um ísana á hinum fyrri öldum.
Það tnun vera óhætt að fullyrða, að vöntun
skýrslna um hafísrek á landnámstíð og söguöld,
er engin sönnun fyrir veðurblíðu og ársæld til forna,
það því heldur sem nægilega margar skýrslur eru
fyrír hendi í sögunum um ilt árferði og stirða veðr-
áttu e.inmitt á þessu sama tímabili, svo að slundum
er jafnvel talað um manndauða mikinn af sulti og
1) Eyrbykgja (1895) bls. 146.