Andvari - 01.01.1916, Page 41
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
33
harðrétti, um fjárfelli og als konar úáran til lands
og sævar. Vér skulum því næst nefna ýms dæmi
þessu til sönnunar, og mætti þó fleiri tilfæra. Á
landnámstíð gátum vér fyrr um hinn liarða vetur,
er drap kvikfénað Flóka, en þess er og getið að
Helgi hinn magri var hinn fyrsta vetur á Hámund-
arstöðum við Eyjafjörð 890 »þeir fengu vetur mik-
inn, svá at við sjálft var, at kvikfé þeirra mundi
deyja, þat er þeir höfðu«. Þegar Ingimundur gamli
891—892 kom norður í Hrútafjörð voru þar þokur
rniklar, sem oft vill verða, þegar isar eru í liafi. f
Víðidal var snjóasamt liinn næsfa vetur og hríðir
miklar, en næsta haust voru ísalög mikil. í Þorsk-
firðingasögu er getið um ísalög að vetrarlagi á tjörð-
um í Barðastrandarsýslu snemma á 10. öld og í
Finnbogasögu er getið um miklar vetrarhríðir1).
Hin svokallaða söguöld (930—1030) fór heldur
ekki varhluta af vetrarliarðindunum. í Vatnsdælu
er á árunum 954—56 getið um harða veðráttu, liríðir
miklar, frost og fjúk. Veturinn 963—64 er Blund-
ketill tók upp hey fyrir Hænsa-Þóri var harðæri og
heyleysi, sumarið fyrir hafði verið mjög vætusamt
og slæmar nýtingar, heyfengur manna var lítill og
illa sett á, veturinn varð því harðari sem meir leið
á og varð örkola fyrir mörgum. Árið 975 (eða 976)
var óaldarvetur hinn mikli í heiðni: »þá átu menn
hrafna ok melrakka, ok mörg óátan ill var etin, en
sumir lélu drepa gamalmenni ok ómaga ok lirinda
fyrir liamra; þá sultu margir menn tilbana, en sumir
lögðust út at stela, ok urðu fyrir það sekir og' drepnir;
1) Landnáma 1843 bls. 206. Vatnsdæla (1893) bls. 36,
37, 38. Porskíirðingasaga (1897) bls. 4—5. Finnbogasaga
<1897) bls. 65, 67.
Anclvari XLI.
3