Andvari - 01.01.1916, Page 42
34
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
þá vágust skógarnienn sjálfir, því at þat var lögtekið
at ráði Eyjólfs Valgerðarsonar, at hverr frelsti sik,
sá er þrjá dræpi seka«. Líklega eru það sömu liarð-
indin, sem getið er um í Reykdælu þegar Ljótur vildi
láta géfa til hofa, bera út börn og drepa gamalmenni,
en Ásketill vildi gera skaparanum tign í því, að duga
gömlum mönnum og leggja þar fé til og fæða upp
börnin. Og var það ráð tekið. í Grettissögu er getið
um hallæri svo mikið að ekki hefir jafnmikið komið,
þá tók af nálega allan sjávarafla og reka. Það stóð
yfir mörg missiri. Um sama leyti heflr líklega verið
fellivetur sá, sem getið er um í Laxdælu þegar ux-
inn Harri gekk úti. Á árunum 983—990 sýnast hafa
verið harðæri og fellivetur hver eftir annan.
Hallæri var 983 um allar sveitir er Hallgerður
lét stela mat í Ivirkjubæ, og veturinn eftir bardagann
á Hrísateigi var harður og snjóasamur og segir
Glúma að þá hafi vorað illa og mátt trautt lioma
hestum yfir heiðar fyrir snjóum1). Nokkru seinna
(985—90) er getið um mikið liallæri í sögu Ólafs
Tryggvasonar og dó fjöldi manna af sulti á íslandi.
Höfðingi í Skagafirði, er Svaði hét, rak saman tá-
tæka menn, og lét þá gjöra gröf mikla og djúpa,
byrgði þá svo alla inni og ætlaði að láta drepa þá næsta
rnorgun og grafa í hinni miklu gröf. Þorvarð hinn
kristna Spakböðvarsson bar þar að snemma um
morguninn, og heyrði vein hinna fátæku manna,
hleypli þeim út og fæddi þá á búi sínu. Svaði varð
1) Vatnsdæla bls. 79—80, 83—84. Hænsna-Þórissaga
(1892) bls. 6-7, 23. Landnáma (1843) viðbætir bls. 323.
Reykdælasaga (1896) bls. 19—20. Grettissaga (1900) bls. 22.
Laxdæla (1895) bls. 86. Njála (1894) bls. 110—111. Glúma
(1880) bls. 73.